Fundur í fjallskilanefnd Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 22.febrúar 2005 kl.21:00.
Mættir eru allir nefndarmenn, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Jens Jóhannsson. Einnig var á fundinum Garðar Þorfinnsson héraðsfulltrúi landgræðslunnar.
Þetta gerðist:
1. Farið var yfir drög að landbóta- og landnýtingaráætlun 2005-2009 fyrir Fljótshlíðarafrétt. Markmið með framkvæmd hennar er að stuðla að sjálfbærri nýtingu, auka gróður og að þeir sem nýta hana til sauðfjárbeitar geti notið álagsgreiðslna skv. gæðastýringakerfinu. Þessum markmiðum er lýst í 4 liðum, sjá áætlunina. Rætt var um örlitlar orðalagsbreytingar, að öðru leyti voru fundarmenn sammála um atriði hennar.
2. Samþykkt er að sækja um styrk úr Landbótasjóði, samtals að upphæð 350.000 krónur til áframhaldandi uppgræðslu á afréttinum.
Einnig samþykkt að sækja um sömu upphæð til sveitarstjórnar. Fjallskilanefnd þakkar velvild sveitarstjórnar og Landgræðslu til þessa verkefnis.
3. Þjóðlendumál: Umræður voru um úrskurð óbyggðarnefndar um þjóðlendumörk í Fljótshlíð. Rætt var um kynningarfund er haldinn var að Heimalandi af sveitarstjórn þann 9. febrúar en þar kynntu lögfræðingar málið fyrir íbúum sveitarfélagsins.
Fjallskilanefnd telur að kanna þurfi til hlítar hvort möguleiki sé að fara í mál til að hnekkja úrskurðinum um afréttinn.
Sérmál eru landamerki í Klofningi sem eru ekki rétt.
Stefnt á að halda fund með lögbýliseigendum í Fljótshlíð sem allra fyrst.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.10:45
K.J, E.P, J.J, G.Þ