Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka, fimmtudaginn 6.október 2005. kl:21.00


Mættir voru Kristinn, Jens, Eggert og Garðar Þorfinnsson héraðsfulltrúi Landgræðslunnar.


1. Farið var yfir endurbætt drög að Landbóta og landnýtingaráætlun 2006-2010 fyrir Fljótshlíðarafrétt,en hún er unnin með vísan til 14.gr. reglugerðar nr .175/2003 um gæðastýringu sauðfjárframleiðslu, sem byggir á 43.gr.laga nr 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum og miða að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Engar athugasemdir komu fram og var hún samþykkt og undirrituð af fjallskilanefnd og Landgræðslu ríkisins og verður send sveitastjórn til staðfestingar.

2. Farið var yfir drög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu samkvæmt beiðni sveitarstjórnar samkv. bréfi dagsett 23. september 2005. Engin athugasemd kom fram við fyrirliggjandi drög að nýrri fjallskilareglugerð.

3. Vitað er að nokkrar kindur eru enn á afrétti. Samþykkt var að senda menn til að ná þeim.



Fleira ekki rætt, fundi slitið.

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson
Garðar Þorfinnsson Landgræðslu ríkisins.