Tólfti fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í fjarfundastofu í Tónlistarskólanum fimmtudaginn 24. janúar 2013 klukkan 16:00.

Mættir voru:  Guðlaug Ósk Svansdóttir, Benedikt Benediktsson, Oddný Steina Valsdóttir, Lárus Bragason, Birkir A. Tómasson varamaður Estherar Sigurpálsdóttur sem boðaði forföll, Heiða Scheving leikskólastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks Hvolsskóla, Unnur Óskarsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Berglind Bjarnardóttir fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla, Ólöf Bjarnadóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans.
Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður fræðslunefndar setti fund kl. 16:00

Dagskrá fundarins:

1. Stafið í Leikskólanum Örk

Starfið gengur vel í leikskólanum og núna eru 92 börn á leikskólanum. Komnar eru upp óskir um að 12 mánaða gömul börn verði tekin inn á leikskólann. Húsnæðið getur tekið á móti svo ungum börnum en til þess að það sé gerlegt þarf að ráða inn nýtt starfsfólk.
Heiða fór yfir starfsmannamál leikskólans. Það er búið að ráða þrjá nýja starfsmenn til starfa nú í janúar. Sérkennslustóri er að hætta og það er búið að ráða í hennar stað.
Einn starfsmaður var ráðinn  þar sem börnum hafði fjölgað úr 87 í 92 og  og sá þriði er ráðinn tímbundið vegna langtímaveikinda.
Búið er að setja á netið könnun um það hvenær foreldrar vilja að leikskólinn loki í sumar. Einnig er verið er að vinna í foreldrakönnun sem leggja á fyrir í febrúar.
Unnið er að skólanámskrá leikskólans.
Umræður um skólalóð. Búið er að ákveða að byggt verði við útileikfangaskúrinn sem fyrir er, til þess að geyma útidót.
Búið er að setja upp útileikkofa fyrir yngstu börnin í litla garðinum.
Heiða benti á að fulltrúi úr foreldraráði eigi að sitja fundi í fræðslunefnd í stað fulltrúa foreldrafélagsins. Formaður nefndarinnar kannar það betur fyrir næsta fund.
 
2. Starfið í Hvolsskóla 

Sigurlín fór yfir starfsmannamál og sagði frá því að 3 kennarar væru í veikindaleyfi, tekist hefur að manna þær stöður, m.a. hafa kennarar hækkað starfshlutföll sín.
Verið er að vinna markvisst í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í hópavinnu, m.a. hefur mikið verið unnið í breytingum á námsmati. Sagt var frá því að Kristín Hreinsdóttir af Skólaskrifstofunni muni funda með kennurum elsta stigs varðandi námsmat unglingastigsins í vor.
Vinnan við „Uppeldi til ábyrgðar gengur vel“  gengur vel og er verið að koma nýjum starfsmönnum inn í uppbyggingarstefnuna.
Sagt var frá því að búið væri að ráða inn mann í gæslu í búningsklefa drengja.
Bæði leikhúsferð og skíðaferð eru á dagskrá.
Fyrirspurn kom um taflmenninguna í skólanum. Meðal nemenda er mikill áhugi á skák og var bent á að íslenski skákdagurinn er nk. laugardag og koma af því tilefni aðilar í skólann á morgun, föstudag til þess að kenna börnunum skák, sérstaklega nemendum af miðstigi. Bent var á að fjölga taflborðum í yngsta stigi.
Rætt var um sumarið og mögulega einhverjar framkvæmdir á skólalóðinni, farið verður í að skoða hvað þarf að gera.

3. Niðurstöður foreldrakönnunar frá því í janúar 2013

Gyða Björgvinsdóttir, formaður Sjálfsmatshóps Hvolsskóla fór yfir niðurstöður foreldrakönnunar sem lögð var fyrir á foreldradegi 9. janúar sl.
Fram komu ábendingar um að fleiri valmöguleikar mættu vera í foreldrakönnuninni, þ.e. val um hlutlaust svar. Einnig var bent á að senda eineltisáætlun skólans til foreldra til kynningar. Annars er almenn ánægja nefndarinnar með niðurstöður könnunarinnar.
Fleira ekki rætt. Fundargerð lesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17:30
Fundargerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir

Guðlaug Ósk Svansdóttir                                                              
Berglind Bjarnadóttir
Benedikt Benediktsson                                                            
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving                                                                            
Pálína Björk Jónsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir                                                               
Birkir A. Tómasson
Ólöf Bjarnadóttir                                                                           
Lárus Bragason