Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 24. ágúst 2006 kl. 20:30.
Mættir voru: Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Jens Jóhannsson.
1. Farið yfir reikninga síðastliðið ár. Engar athugasemdir komu fram.
2. Ákveðið að 1. leit á Grænafjall verði farin föstudaginn 8. sept. Byggðasmölun fari fram laugardaginn 16. sept. Lögrétt verði mánudaginn 18. sept.
Samþykkt var að smala Rauðnefsstaði líkt og verið hefur og greiðslu gjalda af þeim.
3. Samþykkt var að álagning fjallskila verði þannig. Greitt verði kr. 8 per.
landverð og kr. 50 per. ásetta kind. Samþykkt var að greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári.
Skipað var í leitir og réttarferðir. Nokkrar breytingar voru gerðar vegna beiðni frá þeim sem skikkaðir voru í leitir 2005.
Í 1. leit eru skikkaðir 17 manns. Í 2. leit 9 manns. Klofninga fara 3.
1. leit á Rauðnefsstaði 8 manns, 2. leit 7 manns.
Fjórir voru skipaðir í réttarferðir.
Fundi slitið 22:10
Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson