- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Dagskrá fundarins var eftirfarandi.
Veiting Umhverfisverðlauna 2013.
Umræður fóru fram um tilnefningar sem borist hafa.
Ákveðið var að velja garðinn í Mið Mörk V-Eyjafjöllum– ábúendur Sigurjón Sveinbjörnsson og Jóna Gerður Konráðsdóttir, sem þann fegursta og snyrtilegasta.
Snyrtilegasta býlið telst vera Stóra Hildisey í Austur Landeyjum, ábúendur Jóhann Nikulásson og Hildur Ragnarsdóttir.
Snyrtilegasta fyrirtækið telst vera Fóðurblandan á Hvolsvelli.
Fegursta gatan er Dalsbakki á Hvolsvelli.
Önnur mál.
Umræður fóru fram um það að sveitarfélagið þyrfti að huga að því að snyrta betur aðkomur í þéttbýlið með því að slá vegkanta og lagfæra bílaplön.
Nefndin ræddi um það að að huga þyrfti að því að gera hjólreiðastíg út úr þorpinu, sem leið liggur inn yfir ásinn og inn Fljótshlíð.
Þorsteinn benti á nauðsyn þess að skipuleggja svæðið við Gýgjökul þar sem að áður var Jökulsárlón, svæði þetta er eitt nýjasta jarðsvæði Íslands og mikil náttúruspjöll unnin þar daglega með utanvegaakstri.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að mála gömlu braggana sem standa á bak við verslunarhúsið við Austurveg og huga betur að snyrtinu umhverfi þeirra.
Fundi slitið kl. 18.45