14. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra haldinn
fimmtudaginn 5. desember 2013, kl. 12:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1307021 Ystabælistorfa – Deiliskipulag frístundasvæðis
1308032 Móeiðarhvoll 2 – Deiliskipulag frístundalóðar
1304010 Völlur 1 – Deiliskipulag frístundasvæðis
1302012 Suðurhálendið - Rammaskipulag
1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 - 2024
BYGGINGAMÁL:
1311013 Þverártún 34 - Byggingarleyfisumsókn
ÖNNUR MÁL:
1312002 Ormsvöllur 7 – Umsókn um stöðuleyfi
SKIPULAGSMÁL
1307021 Ystabælistorfa – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til bygginga frístundahúsa á lóðunum Ystabælistorfu 1, 2, 3 og 5. Einnig er gert ráð fyrir byggingu hesthúss á lóð nr. 1. Lóðirnar eru 5,4 ha og er aðkoma frá Leirnavegi nr. 243. Tillagan var auglýst þann 16. október 2013 með athugasemdafrest til 27. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Aðkomu að lóðum 4 og 5 hefur verið breytt til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir Ystabælistorfu.
1308032 Móeiðarhvoll 2 – Deiliskipulag frístundalóðar
Tillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og tveggja gestahúsa. Tillagan var auglýst þann 16. október 2013 með athugasemdafrest til 27. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir Móeiðarhvol 2
1304010 Völlur 1 – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 34 ha. svæðis úr landi Vallar 1. Aðkoma að svæðinu um veg 262
(Vallarveg). Gert er ráð fyrir 14 frístundahúsalóðum á bilinu 9000 – 11.000m². Heimilt
verður að byggja á hverri lóð, frístundahús, gestahús og geymsluskúr. Tillagan er í
samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 sem er í ferli.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslag nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í endursoðun aðalskipulags 2012-2024. Deiliskipulagið verður auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags.
1302012 Suðurhálendið - Rammaskipulag
Rammaskipulag fyrir Suðurhálendið norðan Mýrdalsjökuls er samræmd stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu, sem tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna. Stefnumörkunin tekur til stærsta hluta hálendissvæða Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps. Markmið skipulagsins er að samræma stefnu sveitarfélaganna þriggja varðandi ferðaþjónustu og samgöngur á hálendissvæðum sveitarfélaganna, auðvelda umferð ferðafólks um svæðið m.a. til að styrkja svæðið vegna ferðamennsku og einnig til að létta álagi af vissum stöðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar. Megingönguleið verði niður hjá Bólstað og að Húsadal. Fjallasel merkt sem Tröllagjá verði fellt út og að Húsadalur verði miðstöðvasvæði sem mun byggjast upp beggja vegna göngubrúar yfir Markarfljót.
Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir við Suðurhálendið-Rammaskipulag og samþykkir það fyrir sitt leyti.
1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 - 2024
Tillagan tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í tillögunni kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgögnu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 (Endurskoðun aðalskipulagsins 2003-2015) er sett fram í greinargerð, umhverfisskýrslu og á skipulagsuppdráttum. Sveitarfélagsuppdrætti (mkv. 1:100.000 og 1:50.000), þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll (mkv. 1:10.000) og þéttbýlis- og séruppdrætti fyrir Skóga (mkv. 1:10.000). Í greinargerð skipulagsins eru einnig skýringaruppdrættir sem sýna nánar einstök atriði skipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir endurskoðað aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 – 2024, ásamt umhverfisskýrslu. Nefndin mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
BYGGINGAMÁL
1311013 Þverártún 34 - Byggingarleyfisumsókn
Gísli Sigurjónssos kt. 040964-7469, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Þverártún 34 ln. 200710, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Höllu Haraldsdóttur, Teiknivangi. Þar sem að umrædd umsókn er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið og öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa, samþykkti byggingarfulltrúi byggingaráform 25. nóvember 2013.
Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
ÖNNUR MÁL:
1312002 Ormsvöllur 7 – Umsókn um stöðuleyfi
Einar Þór Árnason kt. 231050-3459, sækir um stöðuleyfi fyrir 60m² húsi á lóðinni Orsmvöllur 7, til 1. október 2014. Sótt verður um byggingarleyfi fyrir húsinu, það endurbyggt og flutt að Hvolsvegi 15, í stað eldri bílskúrs sem verður rifinn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir húsinu tl 1. október 2014.
Fundi slitið kl. 12:50
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Elvar Eyvindsson
Kristján Ólafsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson