F U N D A R G E R Ð

 

142. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. ágúst 2015 kl. 08:10

 

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi, og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

 

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar athugasemdir komu fram.

 

Fundagerð ritaði Guðlaug Ósk Svansdóttir 

 

 

 

Erindi til byggðarráðs:

 

1.Kostnaðaráætlanir v. húsnæðis nýrrar deildar í leikskóla og félagsmiðstöðvar og tillaga þar að lútandi.

 

Byggðarráð  Rangárþings eystra gerir tillögu um að flytja færanlega kennslustofu (félagsmiðstöð) frá Hvolsskóla yfir á lóð Leikskólans Arkar til þess að mæta auknum fjölda leikskólabarna í sveitarfélaginu og mæta þeirri þjónustu að geta tekið fleiri eins árs börn í dvalarrými. 

Í framhaldi af þessari ákvörðun verður fundin lausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar eins fljótt og auðið er. 

Erindi foreldra leikskólabarna varðandi leikskólavist barna í sveitarfélaginu lagt fram undir þessum lið. 

Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að vinna að framgangi þessara mála og svara erindi foreldra leikskólabarna. 

 

2.Kostnaðaráætlanir v. gjaldtökubúnaðar við salerni við Seljalandsfoss 

Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

3.Samstarfssamningur Rangárþings eystra og íþróttafélagsins Dímonar

Samþykkt samhljóða 

 

4.Samstarfssamningur Rangárþings eystra og íþróttafélagsins Dímonar vegna 17. júní hátíðarhalda á Hvolsvelli.

Samþykkt samhljóða

 

5.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Rangárþingi eystra

Samþykkt samhljóða

 

 

6.Samningur Rangárþings eystra og sjálfseignarstofnunarinnar Hallgrímsstofu ásamt viðauka. 

Samþykkt samhljóða og Lilju Einarsdóttur oddvita falið að skrifa undir samninginn

 

7.Styrkumsókn frá Námsefnisbankanum

Erindinu vísað til fræðslunefndar og skólastjóra Hvolsskóla 

 

8.Umsögn til Sýslumanns á Suðurlandi vegna endurnýjunar á rekstrareyfi fyrir Atgeir.

Staðfest

 

9.Umsögn til Sýslumanns á Suðurlandi vegna tækifærisleyfis við Landeyjahöfn 30. júlí - 4. 

ágúst 2015 fyrir Guðmund Valsson.

Staðfest

 

 

10.Umsögn til Sýslumanns á Suðurlandi vegna rekstrareyfis fyrir heimagistingu fyrir Valborgu Jónsdóttur.

Staðfest

 


11.33. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra haldinn 2. júlí 2015

 

 

SKIPULAGSMÁL:

Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir skipulagsmál

 

1503041Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa

Deiliskipulagstillagan tekur til um hektara úr jörðinni Nýjabæ, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu tveggja smáhýsa og aðkomu að þeim. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.

Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Engar athugasemdir koma fram í umsögnum. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1502029Neðri-Dalur 3 - Deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af landspildunni Neðri-Dalur 3, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 350m² einbýlishúss ásamt bílskúr. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomuvegi að lóðinni frá Merkurvegi nr. 249. Skipulagsnefnd óskaði eftir því með bókun á 31. fundi nefndarinnar að færð yrðu rök fyrir nýrri vegtengingu að spildunni. Sá rökstuðningur hefur borist. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015. 

Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Heilbrigðiseftirlit benti á að staðsetning rotþróar og siturlagnar væri ekki sýnd á uppdrætti. Uppdráttur hefur verið leiðréttur m.t.t. athugasemdar. Einnig fór skipulagsnefnd yfir rökstuðning fyrir nýrri vegtengingu og felst á rökin. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1501013Heimaland/Seljalandsskóli - Deiliskipulagsbreyting

Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem staðfest var 20.

desember 2001. Með deiliskipulagsbreytingunni eru skilgreindar lóðir undir núverandi byggingar á svæðinu. Byggingarreitir eru afmarkaðir og skilmálar eldra deiliskipulags uppfærðir. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Engar athugasemdir koma fram í umsögnum.  

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

 

1405009Lambafell - Deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Lambafells, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150-180 herbergja hótels að hámarki 9000m², að hluta til á þremur hæðum. Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits koma fram nokkrar ábendingar, brugðist hefur verið við þeim og greinargerð lagfærð m.t.t þeirra.   

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

 

1502017Húsadalur - Deiliskipulag

Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015. Ein athugasemd barst frá Landssambandi hestamannafélaga. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra.  

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1502018Langidalur/Slyppugil - Deiliskipulag

Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra.  

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1502019Básar - Deiliskipulag

Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015.  Tvær athugasemdir bárust, frá Landssambandi hestamannafélaga og Útivist. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra.  

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1505021Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag landspildu

Steinsholt sf. F.h. Guðjóns Þórarinssonar kt. 020449-2929, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir lóð úr landi Syðri-Kvíhólma. Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha lóðar úr landi Syðri-Kvíhólma. Tillagan gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum innan lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu frístundahúss, tveggja gestahúsa og skemmu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1506004Butra – Ósk um breytingu á aðalskipulagi

Haukur Guðni Kristjánsson kt. 261163-4469, óskaði eftir því við sveitarstjórn að gerði yrði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, með þeim hætti að land Butru, Austur-Landeyjum yrði skilgreint sem iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Fyrirhugað er að reisa á jörðinni allt að 20 vindmyllur. Heildarhæð hverrar vindmyllu verður u.þ.b. 67-77 metrar.Sveitarstjórn tók erindið til umfjöllunar á 201. fundi, 11. júní 2015. Eftir umræður samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til skipulagsnefndar. 

Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir fundi með landeiganda og framkvæmdaraðilum um málið. Skipulagsfulltrúa ásamt sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. 

Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar. 

 

 

1506010Skógafoss – Framkvæmdaleyfi fyrir útsýnispalli

Rangárþing eystra kt. 470602-2440, óskar eftir framkvæmdarleyfi til byggingar útsýnispalls og göngustígar við Skógafoss. Fyrirliggjandi eru teikningar lanslagsarkitekts og burðarþolshönnuða, Landform og EFLA verkfræðistofa dags. í júní 2015.

Skipulagsnefnd óskar eftir því að áður en að framkvæmdaleyfi verður veitt, liggi fyrir tölvugerðar myndir sem sýna útlit pallsins og göngustígs í náttúrulegu umhverfi staðarins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt með fjórum atkvæðum GÓS, VJ, ÞMÓ og ÍGP. GÓ er á móti. 

Byggðarráð frestar afgreiðslu framkvæmdaleyfisins til næsta sveitarstjórnarfundar. 

 

1505020Nýibær - Landskipti

Jón Örn Ólafsson kt. 180381-5629 og Edda G. Ævarsdóttir kt. 081175-4629, óska eftir því að skipta tveimur lóðum (Sólblettur 1 og Sólblettur 2) út úr jörðinni Nýibær ln. 163787 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 22. apríl 2015.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.  

Byggðarráð samþykkir landskiptin. 

Fundagerð 33. fundar skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni


12.34. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra haldinn 10. júlí 2015

 

SKIPULAGSMÁL:

1411012Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 9. Apríl 2015 að senda tillöguna til Skipulagstofnunar til yfirerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við tillöguna í bréfi dags. 17. Júlí 2015. Athugsemdir snúa að samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Víðir Jóhannsson víkur af fundi undir þessum lið. 

Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin áréttar að tillagan var til meðferðar og auglýst skv. þágildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Skipulagsnefnd telur tillöguna í fullu samræmi við þágildandi og núgildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar. 

Byggðarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar. 

 

1503007Nýbýlavegur - DeiliskipulagsbreytingLagt fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu við Nýbýlaveg á Hvolsvelli. 

Skipulagsfulltrúa falið láta vinna mismunandi tillögur að útfærslu á fyrirhugaðri lóð við Nýbýlaveg. Tillögurnar verða lagðar fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi. 

Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar. 

 

1507012Vestri-Garðsauki – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi

Þormar Andrésson kt. 270454-7019, óskar eftir byggingarleyfi fyrir hesthúsi á landi sínu Vestri-Garðsauka ln. 179713, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Cedrus ehf. dags. 15. Júní 2015. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu með fjórum atvkæðum GÓS, LE, ÞJ, CLB. Einn á móti VJ. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að hitta umsækjanda í samræmi við umræður fundarins.  

Byggðarráð samþykkir bókun nefndarinnar og frestar afgreiðslu til næsta byggðarráðsfundar, enda hafi þá fundur skipulagsfulltrú, sveitarstjóra og umsækjanda haldinn. Samþykkt LE, ÍGP. KÞ á móti. 

Ég er ósammála þeirri afstöðu byggðarráðs að fresta afgreiðslu málsins, enda ekkert í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem mælir gegn samþykki byggingarleyfisins

 

1508003Landeyjahöfn – Framkvæmdaleyfisumsókn

Jóhann Þór Sigurðsson f.h. Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir sandþró, dælulögnum og dæluhúsi í Landeyjahöfn skv. meðfylgjandi gögnum sem fylgja umsókninni. 

Afgreiðslu umsóknar frestað. Skipulagsnefnd bendir á að breyta þarf gildandi deiliskipulagi fyrir Landeyjahöfn til að unnt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir umræddri framkvæmd. 

Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

1508004Hvolstún – Lóðarumsókn

Sigurður Bjarni Sveinsson kt. 210187-2519, óskar eftir því að fá úthlutað byggingarlóðinni Hvolstún 17, fyrir byggingu einbýlishúss. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 

Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. 

 

1508005Kirkjulækjarkot 1 - Landskipti

Már Guðnason kt. 141245-3689 f.h. dánarbús Jónheiðar Gunnarsdóttur, óskar eftir því að skipta lóð úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 ln. 164034. Um er að ræða lóðina Kirkjulækjarkot 13a, 1265m², skv. hnitsettum uppdrætti unnum af K2 tækniþjónusta ehf. dags. 14. júní 2015. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Byggðarráð staðfestir landskiptin. 

 

1508006Rauðafell 1 – Deiliskipulag íbúðarlóðar

Ásgeir Jónsson hjá Steinsholt sf. f.h. Sigurþórs Ástþórssonar kt. 160972-3439, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóð úr jörðinni Rauðafell 1, ln.163706. Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,2 ha íbúðarlóðar og aðkomu að henni. Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 120m² íbúðarhúsi og 50m² bílskúr. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Byggðarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 

1508007Rauðafell 1 – Landskipti 

Sigurþór Ástþórsson kt. 160972-3439, óskar eftir því að skipta lóð úr jörðinni Rauðafell 1, ln. 163706. Um er að ræða lóðina Guðrúnarstaðir, 1785 m², skv. hnitsettum uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 22. júlí 2015. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

Byggðarráð samþykkir landskiptin. 

Fundagerð 34. fundar skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

 

13.167. fundagerð stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu haldinn 8. júlí 2015

Fundagerðin staðfest

14.Framhaldsfundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 9. júlí 2015. 

Fundagerðin staðfest

15.165. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 29. maí  2015.

Fundagerðin staðfest

16.166. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 3. júlí 2015.

Fundagerðin staðfest

17.13. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks haldinn 9. júní 2015

Fundagerðin staðfest

18.168. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. haldinn 28. Júlí 2015

Fundagerðin staðfest

 

Mál til kynningar:

 

1.Leyfisbréf vegna rekstur gististaða í flokki 2 að Kotvöllum 861 Hvolsvelli. Jóhanna Lovísa Gísladóttir

2.Leyfisbréf vegna rekstur veitingastaðar í flokki 2. Sveitabúðin Una Austurvegi 4a, 860 Hvolsvelli.TG-Travel.

3.Mentor – Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

4.Lambafell undir Eyjafjöllum Rangárþing eystra. Umsögn minjastofnunar. 29. júní 2015.

5.Nýibær Rangárþing eystra. Umsögn minjastofnunar. 29. júní 2015.

6.Neðri – Dalur 3, undir V-Eyjafjöllum Rangárþing eystra. Umsögn minjastofnunar. 29. júní 2015.

7.Húsaþyrping á Heimalandi og við Seljalandsskóla. Umsögn minjastofnunar. 29. júní 2015.

8.Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 24. júní 2015. Um fasteignamat 2016. 

9.Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 2. júní 2015. Fréttatilkynning um fasteignamat 2016.

10.Talnarýnir, tölulegar upplýsingar um sumarhús og dreifingu á þeim yfir landið. 

11.Vegagerðin bréf dags. 6. júlí 2015. Tilkynning um niðurfellingu á Hlíðarbakkavegi af vegaskrá

Bréf Vegagerðarinnar sent samgöngunefnd til kynningar

12.Fundagerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskrar sveitarfélaga 

13.Samband ísl. sveitarfélaga bréf dagsett 5. ágúst: Úthlutun úr námsgagnasjóði. 

14.Sorpstöð Rangárvallasýslu b.s. – athafnalóð – magntölur – óafgreitt í stjórn. 

15.Aukavinna sveitarstjórnarmanna 

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 10:15

 

 

______________________________________________________

Ísólfur Gylfi Pálmason             Lilja Einarsdóttir

 

 

______________________________________________________

Kristín Þórðardóttir            Christiane L. Bahner