- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
F U N D A R G E R Ð.
143. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra ( aukafundur ) var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, þriðjudaginn 18. Ágúst og hófst kl. 17.30.
Mætt Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnarði honum hann skráði einnig fundargerð.
Christiane L Bahner, áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
Fyrir var tekið:
Erindi til byggðarráðs:
SKIPULAGSMÁL:
1507012Vestri-Garðsauki – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi – Máli þessu var frestað á síðast byggðarráðsfundi en skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að hitta umsækjanda byggingarleyfisins, Þormar Andrésson kt. 270454-7019. Formaður lagði fram undirritaða minnispunkta varðandi málið sem teknir voru saman eftir fund föstudaginn 14. ágúst s.l.
Byggðarráð samþykkir byggingarleyfið með eftirfarandi skilyrðum:
Samkvæmt Aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024 er nýtingarhlutfall 0.02 % eða að hámarki 1000 fm. fyrir spildur 3 – 14 ha. Vegna legu og nálægðar spildunnar við þéttbýlismörk og mið- og þjónustusvæði Hvolsvallar fer Byggðarráð Rangárþings eystra fram á að ef til frekari uppbyggingar í Vestri Garðsauka kemur ( Ln. 179713 ) verði skilyrðislaust langt fram deiliskipulag fyrir spilduna í heild sinni. Einnig áréttar byggðarráð að allur frágangur og umgengni skuli verða til fyrirmyndar, eins og fram kemur í meginmarkmiðum deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæði Hvolsvallar þar sem segir: „skal lögð árhersla á vandað bæjarumhverfi og fallega bæjarmynd“.
Þegar leitað var eftir áliti skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins ráðleggur hann við þessar aðstæður að óska eftir deiliskipulagi vegna legu og nálægðar spildunnar við þéttbýlismörk og mið- og þjónustusvæði Hvolsvallar.
Byggingarleyfið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bókun K.Þ.: Fulltrúi D lista sér ekki ástæðu til annars en að samþykkja byggingarleyfið án skilyrða.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl. 18.00.
___________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason
_________________________
Lilja Einarsdóttir
__________________________
Kristín Þórðardóttir