Byggðarráð Rangárþings eystra


F U N D A R G E R Ð


148. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 08:10

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1.1601032 Miðbæjarskipulag.  
Samþykkt að ganga til samninga við Landmótun sf.

2.1601041 Reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Samþykkt samhljóða.

3.1601042 Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum.
Lagt fram bréf frá Janusi Guðlaugssyni.  Byggðarráð lýsir áhuga sínum á því að fylgjast áfram með verkefninu.

4.1601052 Tillaga um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir að veita 50% afslátt af álagningagjaldskrá gatnagerðargjalda í Rangárþingi eystra.  Samþykkt þessi gildir út árið 2016.

Byggðarráð samþykkir tillöguna með eftirfarandi breytingu.

Felld eru úr gildi ákvæði núgildandi samþykktar um hámarksgjald fyrir allar hústegundir.

5.1601050 Butra ehf. Afsláttur af þjónustu og stofnkostnaði vegna LAVA.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

6.1601053 Kauptilboð í Núp 2.
Sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna um framhald málsins.

7.Fundargerðir:

1.1601039 39. Fræðslunefndarfundur 07.01.16 Staðfest.
2.1601048 17. fundur menningarnefndar 14.01.16 Staðfest.
3.1601049 9. Fundur jafnréttisnefndar 11.01.16  Staðfest.
4.1601054 245. fundur Sorpstöðvar Suðurlands 18.01.16 Staðfest.


Mál til kynningar:

1.Minjastofnun bréf dags. 13.01.16, Kirkjuhvolsreitur á Hvolsvelli.
2.Kynning á dreifingu starfsmanna RARIK 2015.
3.Háspennukerfi RARIK 2015.
4.1601038 Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir


__________________________________________________
Kristín ÞórðardóttirChristiane L. Bahner