16. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings bs., að Ormsvelli 1, Hvolsvelli,
föstudaginn 10. október 2008 kl. 10.30.
Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.
Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.
- Stjórnin skipti með sér verkum.
Ágúst Ingi Ólafsson kosinn formaður, Örn Þórðarson, varaformaður og Egill Sigurðsson, meðstjórnandi.
- Yfirlit yfir reksturinn það sem af er árinu 2008
Reksturinn er í góðu samræmi við áætlun.
- Önnur mál
Lagt fram bréf Brunamálastofnunar dags. 03.10.08, varðandi brunavarnaáætlun. Vinna við brunavarnaáætlun er hafin, en nokkuð er í land að áætlunin verði tilbúin.
Slökkvistjóra falið að ganga frá áætluninni í samstarfi við byggingarfulltrúa.
Stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin fyrir 15. nóvember n.k.
Lagt fram bréf Brúnamálastofnunar dags. 06.10.08 varðandi bruna að Vestra-Fíflholti 30. september sl.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00
Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason