F U N D A R G E R Ð


168. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, þriðjudaginn 28. júlí 2015 kl. 10:00.

Mætt: Ágúst Ingi Ólafsson, Egill Sigurðsson, Sigfús Davíðsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Ágúst Sigurðsson, Nanna Jónsdóttir og  Ómar Sigurðsson

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund, stjórnaði honum.

Nanna Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ákvörðun um hvaða leið verður farin varðandi framkvæmdir á Strönd.
Ákvörðun tekin um að flytja og koma fyrir aðstöðuhúsinu úr Hafnarfirði á Strönd fyrir haustið. Steypa þarf sökkla og fl. stjórninni falið að vinna málið áfram og klára.
Ákvörðun tekin um að bjóða út plön, gámastæði og lagnir út í einum pakka. 
Stjórninni falið að vinna að og klára útboðsgögn í samstafi við tpz teiknistofu.
Stefnt að því að verklok verði lok júní 2016.

2. Önnur mál.
Umræður um húsið að strönd og flokkun sorps. Stjórnin óskar eftir verkfundi með gámaþjónustunni.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:50