Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 5. júní 2009 kl. 21:00
Mættir eru: Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson.
1. Kynning á skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil:
Lögð fram skýrsla milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil send til kynningar með bréfi sveitarstjórnar 30.apríl 2005.
Fjallskilareglugerðin fyrir Rangárvallasýslu hefur verið í endurskoðun á síðustu árum og er nú á lokastigi að því að best er vitað. Athugasemdir og ábendingar sem koma fram í þessari skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings hafa verið teknar að mestu leiti inn í þá endurskoðun.
Hugmyndir um kostnaðarskiptingu á smölun heimalanda ef samkomulag er þar um stenst ekki.
2. Landbótaáætlun og styrkir vegna uppgræðslu:
Sótt var um styrk í Landbótasjóð og til Rangárþings eystra. Samþykkt var af báðum aðilum að veita okkur styrk að upphæð kr. 300.000,- hvor. Samtals 600.000 til uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt og eru þeim veittar þakkir fyrir. Keypt voru 7,2 tonn af áburði og verður þeim dreift á næstu dögum. Skoðunarferð verður farin inn á afrétt með fulltrúa frá Landgræðslunni mánudaginn 8. Júní.
3. Formanni falið að sjá um að láta hreinsa uppúr ristahliðinu inn á afrétt, einnig að sjá um að viðhald á afréttagirðingum sé í lagi.
Ekki fleira gert, fundi slitið.
Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson