17. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. haldinn á skrifstofu Rangárþings ytra, að Suðurlandsvegi 1, Hellu, þriðjudaginn 16. desember 2008 kl. 10.00.


Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Yfirlit yfir reksturinn það sem af er árinu 2008
    Lagt fram yfirlit yfir rekstur Brunavarna, sem er í góðu samræmi við áætlun.

  2. Fjárhagsáætlun 2009
    Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2009, þar sem gert er ráð fyrir að rekstargjöld verði 25, 4 mkr. Rekstrartekjur eru áætlaðar 22,4 mkr. Helsta breyting frá ársreikningi 2008 eru ca. 10% hækkun á launalið, vegna samningsbundinnar hækkunnar. Drög að fjárhagsáætlun 2009 samþykkt samhljóða.

  3. Önnur mál.
    Lagt fram bréf frá Byggingar- og skipulagsfulltrúa Rangárþings bs. um brunaeftirlit í Rangárvallasýslu. Afgreiðslu frestað.

    Rætt um Tetra fjarskiptabúnað.

    Lögð fram drög að brunavarnaráætlun fyrir svæði Brunavarna Rangárvallasýslu.
    Samþykkt að fela slökkviliðsstjóra að senda drögin til Brunamálastofnunar til upplýsinga um framvindu vinnu við gerð áætlunarinnar.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 10:30.

Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason