- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
18. fundur í Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra var haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli, miðvikudaginn 27. maí 2015 kl. 16.30
Mættir voru: Benedikt Benediktsson, Jónas Bergmann, Bóel Anna Þórisdóttir, Lárus Viðar Stefánsson og Helga Guðrún Lárusdóttir sem ritaði fundargerð.
1.Samningar við Dímon – umræður
Fjallað var um eldri samning sem gerður hefur verið við Dímon. Kom upp sú hugmynd að sveitarfélagið myndi ánefna vissa upphæð á ári í íþrótta og æskulýðsmál og að félöginn þurfi að sækja um styrkina með greinargerð.
Það var einnig rætt að Dímon sitji ekki eitt að 17. Júní hátíðarhöldum. Athuga áhuga annarra félaga í sveitarfélaginu hvort að þau hafi áhuga á að fá að halda hátíðinni. Hugmynd kom upp að auglýsa eftir áhugasömum félagasamtökum sem myndu vilja halda þetta. Því væri hægt að rúlla á milli félaga á milli ára hver héldi hátíðina. Taka það fram við gerð samninga að ekki sé verið að taka hátíðina af Dímon heldur einfaldlega að leyfa fleirum að koma að henni. Einnig hvort að tvö félög myndu vilja halda hátíðina saman.
Að skipulag á leikjanámskeiðum liggi fyrir nokkrum vikum fyrir byrjun námskeiðsins. Jafnvel að athuga hvort að hægt sé að nýta sem flokkstjóra í unglingavinunni það sem eftir lifir sumars eftir að námskeiðinu líkur.
Einnig að komin væri dagskrá nokkru fyrr þannig að foreldrar getu gert ráðstafanir fyrir sín börn einnig að taka t.d. eftir hádegi eina vikuna að taka tvær íþróttagreinar fyrir eina vikuna en einhverjar aðrar greinar vikuna á eftir.
Einnig var rætt um hlutverk þjálfara Dímons þegar æfing fellur niður í samfellunni, hver ber ábyrgð á börnum, þjálfarinn eða skólaskjólið?
Sú spurning vaknaði hvort að það sé nauðsynlegt að hafa hreinsun með þjóðveiginum í samningnum. Þetta er verk sem vinnuskólinn gerir ár hvert og er oft á tíðum búin að gera áður en íþróttafélöginn fara af stað.
2.Vinnuskólinn – kynning
Því fangað að brjóta eigi upp hið hefðbundna starf vinnuskólans með ýmsum gjörningum í samstarfi við Sögusetrinu.
3.Námskeið í sumar – kynning
Kynning á námskeiðum sem félagsmiðstöðin ætlar að standa fyrir í sumar á mánudögum og miðvikudögum.
Einnig námskeið sem Björgunarsveitin verður með í sumar.
Nefndin fagnaði því að fjölbreytt dagskrá sé í boði fyrir börn á miðstigi yfir sumartímann.
4.Val á íþróttamanni ársins
Farið var yfir tilnefningar sem bárust um íþróttamann ársins fyrir árið 2014.
Nefndin var sammála því að Hrafnhildur Hauksdóttir hefði berið af af örðum íþróttamönnum í sveitarfélaginu á síðasta ári. Hún er leiðtogi og góð fyrirmynd og er vel að titlinum kominn.
5.Tour de Hvolsvöllur – framtíð
Farið yfir keppnina eins og hún hefur verið síðustu ár. Rætt um það hvort að hægt sé að miða keppnina aðeins meira frá Hvolsvelli. Sú spurning kom upp hvernig er hægt að gera meira úr þessum degi og halda fólkinu lengur á Hvolsvelli, ekki að keppendur pakki saman leið og í mark er komið og fari heim.
Spuring hvort að hægt væri að hjóla einhvern hring, byrja á Hvolsvelli og enda aftur á Hvolsvelli, jafnvel einhverja braut sem börn gætu keppt í.
Spurning um að fá þekkta aðila til að vera talsmenn hátíðarinnar og taki þátt, það gæti dregið fólk að og vakið meiri athygli.
6.Íþróttasvæðið –
Farið yfir þá vinnu sem verið er að gera á íþróttavellinu. Kom upp sú hugmynd að vallarstjórinn myndi fá til sín vallastjóra annarsstaðar að til að fá álit á hvað þurfi að gera til þess að völlurinn sé í góðu standi.
7.Hreyfivika/Move week – kemur í stað Heilsuviku?
Move week er alþjóðleg hreyfivika. Hún er vel kynnt af ÍSÍ og eru mörg sveitarfélög með einhverja dagskrá í henni. Í ár er þetta 21-27 september.
Hugmyndir eru upp um að púsla saman heilsuviku og hreyfiviku. Nefndin samþykkir að sameina hreyfivikuna og heilsuvikuna til reynslu. Hægt verði að búa til ýmsar keppnir á milli sveitarfélaga. Nefndin er sammála um það að dagsetning á heilsuvikunni eins og hún hefur verið síðustu ár sé óheppileg. Hreyfivikan er seinna í september og fólk komið í rútínu og tilbúnari að taka þátt í því sem í boði er.
8.Félagsmiðstöðin
Staða félagsmiðstöðvarinnar rædd. Ákveðið að það verði að hafa skýrari línur á milli aldurhópa þ.e.a.s. að elstastigið sé ekki að koma inn í félagsmiðstöðina þegar miðstigið er þar ennþá. Einnig að sett verði nammi bann í félagsmiðstöðinni að degi til. Rík áhersla var lögð á að ráðinn verði kvenkyns starfsmaður fyrir næsta haust.
Farið yfir húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar þar sem að það er öllum ljóst að húsið rúmar ekki þá starfsemi sem er í því núna, einnig hvort að hægt væri að nýta kjallarann í tónlistarskólanum undir félagsmiðstöðina. Nefndarmenn eru einhuga í þeirri skoða að það sé besta húsnæðið sem í boði er fyrir félagsmiðstöðina og væri tilvalið til að samnýta við skólann í frímínútum fyrir elsta stigið.
9.Fundargerður ungmennaráðs
Báðar fundargerðir samþykktar.
Fjallað var um tillögu ungmennaráðs um að fækka nefndarmönnum í ráðinu.
Samþykkt að ræða við ráðið um hvernig best væri að fækka nefndarmönnum.
10.Önnur mál.
Framtíð íþróttamála í sveitarfélaginu rædd. Hugmynd frá síðasta fundi tekin upp aftur um að hafa opin fund með íbúum sveitarfélagsins um framtíðar íþróttasvæði í sveitarfélaginu.
Rætt um þörf fyrir nýtt skilrúms í íþróttahúsinu, hvort að raunveruleg þörf sé á að fá nýtt skilrúm eða hvort að það sé í raun frekar í undantekningar tilfellum.
Rætt um þau neikvæðu áhrif sem samfellan hefur haft á nýtinguna á íþróttahúsinu. Því var líka velt upp að það væri ekkert að því að börn á elsta stigi væru á æfingum eftir skólatíma og jafnvel á kvöldin líkt og þekktist hér áður fyrr. Með því að taka elsta stigið jafnvel út úr samfellunni upp að vissu marki myndi líka plássleysið leysast í íþróttahúsinu á þeim tíma sem samfellan er.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:35