18. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli,
fimmtudaginn 16. apríl 2009 kl. 10:00.
Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.
Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.
- Ársreikningur 2008
Formaður fór yfir ársreikning 2008. Stjórn samþykkti og áritaði framlagðan ársreikning og vísaði honum til aðalfundar til staðfestingar.
- Yfirlit um reksturinn fyrstu mánuðina 2009
Formaður fór yfir rekstur og starfssemi fyrstu mánuði 2009. Fram kom að rekstur Brunavarna er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.
- Ákvörðun um aðalfund
Samþykkt að halda aðalfund 6. maí 2009 klukkan 10:00 að Suðurlandsvegi 1 að Hellu.
- Önnur mál.
Lagt fram yfirlit um æfingar og úttektir Brunavarna 2008 og yfirlit yfir námskeið, fundi og annað hjá Brunavörnum árið 2008.
Lögð fram tillaga um breytingar á launum stjórnarmanna til samræmis við nefndargreiðslur hjá aðildarsveitarfélögunum. Tillögunni vísað til aðalfundar.
Fram kom að styrkur hefði verið veittur úr Menningarsjóði Landsbankans til kaupa á tölvum í bílum, að upphæð kr. 250 þúsund.
Rætt um kaup á Tetra símtækjum. Slökkviliðstjóra falið að kanna kostnað við Tetravæðingu Brunavarna.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00
Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason