18. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 16. apríl 2009 kl. 10:00.

Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum.

  1. Ársreikningur 2008
    Formaður fór yfir ársreikning 2008. Stjórn samþykkti og áritaði framlagðan ársreikning og vísaði honum til aðalfundar til staðfestingar.

  2. Yfirlit um reksturinn fyrstu mánuðina 2009
    Formaður fór yfir rekstur og starfssemi fyrstu mánuði 2009. Fram kom að rekstur Brunavarna er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

  3. Ákvörðun um aðalfund
    Samþykkt að halda aðalfund 6. maí 2009 klukkan 10:00 að Suðurlandsvegi 1 að Hellu.

  4. Önnur mál.
    Lagt fram yfirlit um æfingar og úttektir Brunavarna 2008 og yfirlit yfir námskeið, fundi og annað hjá Brunavörnum árið 2008.
    Lögð fram tillaga um breytingar á launum stjórnarmanna til samræmis við nefndargreiðslur hjá aðildarsveitarfélögunum. Tillögunni vísað til aðalfundar.
    Fram kom að styrkur hefði verið veittur úr Menningarsjóði Landsbankans til kaupa á tölvum í bílum, að upphæð kr. 250 þúsund.
    Rætt um kaup á Tetra símtækjum. Slökkviliðstjóra falið að kanna kostnað við Tetravæðingu Brunavarna.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:00

Ágúst Ingi Ólafsson
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason