186. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir, Esther Sigurpálsdóttir, varamaður Elvars Eyvindssonar, Guðmundar Ólafssonar, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.
Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
- Ársreikningur Rangárþings eystra 2013, síðari umræða.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Rekstrarreikningur A-hluti A og B hluti
Rekstrartekjur......................................... 1.253.028 1.312.307
Rekstrargjöld.......................................... (1.205.669) (1.231.242)
Fjármagnsgjöld....................................... 3.156 ( 32.949)
Tekjuskattur............................................ ( 0) ( 327)
Rekstrarniðurstaða.................................. 50.515 47.790
Efnahagsreikningur A hluti A og B hluti
Eignir:
Fastafjármunir....................................... 1.986.288 2.159.103
Veltufjármunir....................................... 370.169 224.630
Eignir samtals........................................ 2.356.457 2.383.733
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur................................ 1.809.634 1.565.853
Skuldbindingar...................................... 89.396 89.396
Langtímaskuldir.................................... 316.798 580.414
Skammtímaskuldir................................ 140.628 148.070
Skuldir og skuldbindingar alls.............. 546.822 817.880
Eigið fé og skuldir samtals................... 2.356.457 2.383.733
Sjóðstreymi A-hluti A og B hluti
Veltufé frá rekstri................................. 117.401 143.331
Handbært fé frá rekstri......................... 98.836 126.454
Fjárfestingahreyfingar.......................... (197.783) (233.094)
Fjármögnunarhreyfingar....................... 38.099 45.793
Lækkun á handbæru fé........................ ( 60.847) (60.847)
Handbært fé í árslok 79.867 79.867
Ársreikningurinn borinn upp til samþykktar og samþykktur samhljóða.
- Endurskoðunarskýrsla KPMG lögð fram.
- Leikfélag Austur-Eyfellinga, bréf dags. 29.04.14, umsókn um styrk vegna leiklistarstarfs fyrir börn.
Sveitarstjórn þakkar Margréti Tryggvadóttur og félögum þeirra góða starf. Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 75.000,-
- Leikfélag Austur-Eyfellinga, bréf dags.29.04.14, umsókn um styrk vegna æfinga og sýninga á Önnu í Stóru-Borg.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 200.000,-
- Orlof húsmæðra, bréf dags. 22,.04.14, skýrsla 2013.
Lagt fram til kynningar.
- Heimild til ábyrgðar vegna lántöku Byggðasafnsins í Skógum og minnisblað vegna undirbúnings framkvæmda við Skógasafn 29.04.14
Bókun:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur-Skaftfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 120.000.000,- kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafninu í Skógum. Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps veita lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið vegna viðbyggingar við móttöku byggðasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnirnar skuldbinda hér með sveitarfélögin sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélögin selji eignarhlut í Byggðasafninu til annarra opinberra aðila, skuldbinda sveitarfélögin sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings eystra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Samþykkt samhljóða.
- 129. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 27.03.14 Staðfest.
- 131. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 25.04.14 Staðfest.
- Drög að erindisbréfi orku- og veitunefndar Rangárþings eystra.
Leiðrétting gerð á drögunum varðandi 10. gr. erindisbréfsins. Vísað er til 19. gr. sveitarstjórnarlaga en rétt er 20. gr. og í gr. 15 vitnað er til sveitarstjórnarlaga nr.45/1998 en rétt er sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Erindisbréf orku- og veitunefndar samþykkt samhljóða.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli bréf dags. 02.05.14, umsögn fyrirtækið Jöklar og Fjöll ehf. Kr. 44021-4061, verði veitt leyfi fyrir gististað í flokki 1 með aðstöðu í íbúða að Steinum 3, Rangárþingi eystra.
Staðfest.
- Vegagerðin bréf dags.25.04.14, tilkynning um niðurfellingu Eyvindarhólavegar (nr. 2313) sem tekinn er út af vegaskrá. Tilkynningu fengu: Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Ágúst Sigurjónsson, Jón Ingi Baldvinsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Halldór Fannar Sigurfinnsson, Kári Sigurfinnsson, Sindri Sigurfinnsson, Ingunn Baldvinsdóttir, Ásdís Baldvinsdóttir, Steingrímur Pétur Baldvinsson, Guðjón Baldvinsson, Sigurður Baldvinsson, Erla Þorsteindóttir, Kristbjörg M. Gunnarsdóttir, Dýrfinna Jónsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Jódís Ólafsdóttir, Ásbjörn G. Guðmundsson og Auður Sigurjónsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
- Tillaga að afgreiðslu vegna deiliskipulagsbreytingar Ytri-Skóga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að fela skipulagsnefnd sveitarfélagins að fá faglegt álit á tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Ytri Skóga. Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.
Rökstuðningur:
Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt stenst ekki tímans straum og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi.
Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni.
Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið.
Samþykkt samhljóða.
- Bréf Hrings kórs eldri borgara dags. 05.05.14, beiðni um styrk.
Samþykkt að veita styrk kr. 200.000,-
- Fundargerð 20. fundar skipulags- og byggingarnefndar 30.04.14
SKIPULAGSMÁL
1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag / Kynning
Staða deiliskipulagsvinnu kynnt fyrir sveitarstjórn.
Starfshópur skipaður af sveitarstjórn hefur unnið að tillögunni í samvinnu við Steinsholt sf. Farið yfir efni tillögunnar og næstu skref rædd.
1309002 Þórsmörk – Deiliskipulag / Kynning
Staða deiliskipulagsvinnu kynnt fyrir sveitarstjórn.
Starfshópur skipaður af sveitarstjórn hefur unnið að tillögunni í samvinnu við Steinsholt sf. Farið yfir efni tillögunnar og næstu skref rædd.
1404011 Eyland – Deiliskipulag landspildu
Steinsholt sf. f.h. Jóns Ólafssonar kt. 240753-7749, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir landspilduna Eyland land ln. 187931. Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,5 ha landspildu. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss, gestahúss og geymslu. Aðkoma að spildunni er um afleggjara af Akureyjarvegi nr. 255.
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð með fyrirvara um að samþykki aðliggjandi jarðareiganda liggi fyrir um aðkomu að spildunni. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er ekki ástæða til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015.
BYGGINGARMÁL:
1404009 Hallskot lóð 13 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
Jónas Þórðarson f.h. Sigurlaugar Egilsdóttur kt. 021263-5329, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Hallskot lóð 13 ln. 164107, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknir ehf. dags. 04.04.2014. Einnig fylgir umsókninni bréf hönnuðar þar sem farið er fram á að umsóknin verði samþykkt, þrátt fyrir ósamræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra staðfest að öðru leyti.
- Leikskólinn Örk, umbótaáætlun og athugasemdir vegna skýrslu Námsmatsstofnunar.
Umbótaáætlunin samþykkt.
- Samtök sunnlenskra sveitarfélaga – Þátttaka í verkefninu Hjólreiðaferðamennska á Suðurlandi.
Samþykkt að taka þátt í verkefninu. Skipulagsfulltrúa falið að skipuleggja og kortleggja hjólaleiðir í sveitarfélaginu.
Fundargerðir Rangárþings eystra:
- 1. fundur nefndar um hugsanlega gjaldtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra 26.04.14 Staðfest.
- 18. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 14.03.14 Staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga:
- 14. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 28.04.14 Staðfest.
- 7. fundur í stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu 29.04.14 Staðfest.
- Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlsu 29.04.14, ásamt skýrslu stjórnar.
- Fundargerð stjórnarfundar Hulu bs. 29.04.14 Staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
- 157. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 16.04.14 Staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
- 81. fundur þjónusturáðs 28.04.14
Mál til kynningar:
- Vinir Þórsmerkur, bréf til Guðmundar V. Guðmundssonar, Vegagerðinnni dags. 11.04.14
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 15.04.14, tilkynning um styrk vegna verkefnisins „Útsýnispallur og öryggishandrið við miðju Skógafoss“
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 15.04.14, tilkynning um styrk vegna verkefnisins „Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfoss“.
- Valitor, bréf dags. 15.04.14. Heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna.
- Skipulagsstofnun, bréf dags. 14.04.14, skráning skipulagsfulltrúa.
- Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
- Leigusamningur um tjaldstæðið í Skógum.
- Landskerfi bókasafna, aðalfundarboð 13. maí 2014.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:27
Haukur G. Kristjánsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson