Fundargerð
19. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn
miðvikudaginn 2. apríl 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður nefndarinnar, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1307044 Nátthagi – Deiliskipulag frístundasvæðis
1407002 Eystra-Fíflholt – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fiskeldis
1403016 Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting v. eldfjallaseturs
1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag v. eldfjallaseturs
1403019 Hvolsvöllur – Endurskoðun deiliskipulaga
1403007 Steinar 2 og 3 – Landskipti
1403020 Landeyjahöfn – Umsókn um framkvæmdaleyfi
SKIPULAGSMÁL
1307044 Nátthagi – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 1,6 ha lands úr landi Seljalandssels. Tillagan byggir á deiliskipulagstillögu frá 1993 sem ekki hlaut lögformlega afgreiðslu. Gert er ráð fyrir 20 lóðum fyrir frístundabyggð sem hver um sig verður 400m². Heimilt verður að byggja allt að 50m² frístundahús og 10m² geymslu á hverri lóð. Á sameiginlegu svæði er gert ráð fyrir tjaldsvæði, snyrtiaðstöðu, leiktækjum, grilli, boltavelli og gestastæðum.
Tillagan var auglýst þann 5. febrúar 2014, með athugasemdafrest til 19. mars 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram athugasemd varðandi fyrirkomulag frárennslis. Brugðist hefur verið við athugasemdinni og tillagan leiðrétt. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir Nátthaga.
1407002 Eystra-Fíflholt – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Um er að ræða tillögu sem áður hefur verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra. Tillagan tekur til um 341,6 ha lands Eystra-Fíflholts, sem skipt er upp í þrjá hluta. Gert er ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa og landbúnaðarbygginga. Vegna formgalla er tillagan tekin til meðferðar að nýju.
Tillagan var auglýst þann 5. febrúar 2014, með athugasemdafresti til 19. mars 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma og telst því tillagan samþykkt.
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fiskeldis
Páll Magnús Pálsson óskar eftir leyfi til að láta vinna deiliskipulag fyrir fiskeldi á jörðinni Varmahlíð, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til um 1,5 ha reits til uppbyggingar fiskeldis á jörðinni Varmahlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Áætluð ársframleiðsla lífmassa er um 19 tonn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1403016 Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting v. eldfjallaseturs
Vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs við þjóðvegi 1 á milli Bjarkarinnar og lóðar spennistöðvar RARIK og Landsnets, þarf að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015 vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs. Nefndin leggur til að Teiknistofa Arkitekta verða fengin til að vinna tillöguna.
1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag v. eldfjallaseturs
Vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs við þjóðvegi 1 á milli Bjarkarinnar og lóðar spennistöðvar RARIK og Landsnets, þarf að vinna nýtt deiliskipulag fyrir reitinn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð nýs deiliskipulags, samhliða breytingu á aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar byggingar eldfjallaseturs á Hvolsvelli. Nefndin leggur til að Basalt arkitektar verði fengnir til að vinna tillöguna.
1403019 Hvolsvöllur – Endurskoðun deiliskipulaga
Farið yfir gildandi deiliskipulagstillögur í þéttbýlinu Hvolsvelli.
Ræddar voru gildandi deiliskipulagstillögur Hvolstúns, Gunnarsgerðis, Miðbæjarsvæðis, Ormsvallar og Kirkjuhvolsreits, ásamt öðrum óskipulögðum svæðum innan þéttbýlisins á Hvolsvelli. Skipulagsfulltrúa falið vinna að málin áfram til frekari skoðunnar skv. umræðum á fundi.
1403007 Steinar 2 og 3 – Landskipti
Kristján S Guðmundsson kt. 180343-4319 og Ólöf Bárðardóttir kt. 311240-2349, óska eftir að stofnaðar verði tvær spildur úr jörðinni Steinar 2 og 3 ln.163723 skv. meðfylgjandi uppdrætti unum af Landnot ehf. dags. 20. febrúar 2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1403020 Landeyjahöfn – Umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á aðkomuvegi innan við eystri brimvarnargarð Landeyjahafnar og færslu á flóðvarnargörðum austan við höfnina. Tilgangur með byggingu aðkomuvegar er að þjónusta brimvarnargarðinn og að hann nýtist sem björgunarvegur. Færsla flóðvarnar framar í fjöruna er til að stækka landgræðslusvæði austan við höfnina og hindra þannig sandfok í hana.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Fundi slitið 11:55
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Kristján Ólafsson
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson