- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
Fundargerð
211. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 14. apríl 2016 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, Birkir A. Tómasson, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Jóhanna Gunnlaugsdóttir varamaður Benedikts Benediktssonar, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.
Erindi til afgreiðslu:
1.Fundargerð 150. fundar byggðarráðs 14.04.16 Fundargerðin staðfest.
2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2015, lagður fram til fyrri umræðu
Ársreikningnum vísað til síðari umræðu. Milli umræðna verður lögð fram skrifleg greinargerð um annan rekstrarkostnað og aðrar tekjur og helstu frávik í því sambandi.
Síðari umræða um ársreikninginn verður 4. maí n.k.
3.1604004 Heimaland, leigusamingur um aðstöðu fyrir tækjabúnað.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
4.1604009 Kynning á hugsanlegum breytingum á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
5.1604020 World Scout Moot 2017: formleg beiðni um afnot að Heimalandi.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að verkefninu.
6.1604021 Midgard Adventure- Stefnumótun í ferðaþjónustu.
Sveitarstjórn fagnar þessu frumkvæði og hvetjum Björg Árnadóttur að vinna áfram að málefninu í samræmi við erindi bréfsins í samráði við starfshóp sem þegar hefur verið skipaður af sveitarstjórn.
7.1603055 Seljalandsskóli – leigusamningur.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
8.1603058 Umræða um ráðningu forstöðumanns íþróttahúss og æskulýðs- og íþróttafulltrúa.
Ákveðið að þriggja manna nefnd fjalli um umsóknir og ræði við umsækjendur. Í henni sitja Ísólfur Gylfi Pálmason, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir.
9.1604028 Sameiginleg ályktun vegna rafmagnstruflana í Landeyjum.
Undanfarið hefur afhendingaröryggi rafmagns í stórum hluta Austur- og Vestur-Landeyjum verið afar bágborið og víðtækar truflanir orðið dag eftir dag. Ástandið hefur í raun verið óþolandi að sögn manna. Víða eru mjaltaþjónar að störfum allan sólahringinn sem og mjólkurtankar auk annars búnaðar í nútíma búskap. Þetta setur matvælaframleiðsluna í hættulega stöðu auk þess sem sífelldar raflmagnstruflanir fara illa með tölvubúnað hvort sesm eru í atvinnurekstri eða á heimilum.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur RARIK eindregið til að ráða bót rafmagnstruflunum í Austur og Vestur-Landeyjum hið fyrsta og bendir á að möguleg lausn er að flýta lagningu jarðstrengja á þessu svæði.
10.1604031 Tillaga frá fulltrúum D- og L-lista um deiliskipulag á hluta jarðarinnar Ytri-Skóga.
Sveitarstjórn samþykkir að hefja á ný vinnu við deiliskipulag á Ytri-Skógum í samvinnu við landeigendur. Ekki væri um að ræða heildarskipulag jarðarinnar, heldur skal sá hluti jarðarinnar sem næstur er Skógafossi skipulagður m.t.t. aðkomu að fossinum, fyrirkomulags gönguleiða og bílastæða auk nýrrar staðsetningar tjaldstæða.
Greinargerð:
Skipulagsmál á Skógum hafa verið viðfangsefni sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra um langa hríð. Mönnum er enn í fersku minni deiliskipulagstillaga sem skipulagsnefnd Rangárþings eystra frestaði ótiltekið þann 19.febrúar 2015 vegna megnrar andstöðu heimamanna við hótelbyggingaráformum í næsta nágrenni Skógafoss. Sú tillaga hafði hins vegar að geyma nokkur atriði sem vert væri að taka til áframhaldandi skoðunar og ekki var gerður ágreiningur um, líkt og tilhögun bílastæða og ný staðsetning tjaldstæðis, svo dæmi séu tekin. Ljóst þykir að úrbætur á bílastæðum við Skógafoss eru nauðsynlegar vegna sívaxandi fjölda gesta sem sækir staðinn heim og ekki eftir neinu að bíða í þeim efnum. Því verður að hefja deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Lagt er þó til að byrjað sé á þessum hluta jarðarinnar Ytri-Skóga með það fyrir augum að unnt verði að ljúka þeim hluta skipulagsins sem allra fyrst og ráðast í nauðsynlegar úrbætur. Ljóst er þó að svæðið allt þarfnast bráðlega frekari deiliskipulagsgerðar þar sem tekið verði tillit til fleiri þátta, t.d. stækkunar á íbúðasvæði og þjónustusvæðum, fyrirkomulag fráveitu á svæðinu í heild ásamt fleiri þáttum.
Slíkt úrlausnarefni mun þó fyrirsjáanlega taka lengri tíma en hin afmarkaða tillaga sem hér er lagt til í að farið verði í að vinna, og tefja fyrir úrbótum sem að framan greinir og þola ekki bið að okkar mati.
Hvolsvelli, 8. apríl 2016
Kristín Þórðardóttir,
Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Bókun meirihluta sveitarstjórnar:
Meirihluti sveitarstjórnar fagnar framkominni tillögu um að vinna áfram með áður gerða deiliskipulagstillögu Ytri-Skógum að undanskilinni lóð undir hótelbyggingu. Með þessu móti nýtist sú mikla vinna og þeir fjármunir sem þegar hafa verið lagðir í deiliskipulag svæðisins.
11.1604032 Fyrirspurn til fulltrúa B-lista frá fulltrúm D og L-lista.
Þann 11. febrúar s.l. féll dómur í Hæstarétti í máli nr. 411/2015 þar sem ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra frá því í september 2010 um veitingu framkvæmdaleyfis til enduruppbyggingar á flóðavarnargarði við Þórólfsfell var felld úr gildi.
Spurt er í hvaða ferli málið sé; hvað hafi verið aðhafst af hálfu sveitarfélagsins síðan dómur féll og hvort vænta megi nýrrar umsóknar um framkvæmdaleyfi frá Vegagerð og Landgræðslu á næstu vikum?
Hvolsvelli, 8. apríl 2016
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Christiane L. Bahner
Svar v. fyrirspurnar um framvindu varðandi Hæstaréttardóms mál nr. 411/20215 v . Þórólfsfellsgarðs
1.29. febrúar: Fulltrúar Vegagerðar – Landgræðslu og Rangárþings eystra hittust á fundi með Andra Árnasyni, hrl. og Edda Árnadóttur, hdl, . Þar var farið yfir dóminn og rætt um hvernig bregðast ætti við. – Rætt var um að framkvæmdaraðilar myndu aftur sækja um nýtt framkvæmdaleyfi.
2.17.mars: Hittu sveitarstjórnarmenn fulltrúa landeigenda frá Múlakoti að Fljótsdal, að ósk landeigenda. Þar sem rætt var um framhald málsins. Einnig rætt um hæstaréttardóminn – rifjuð upp sagan – rætt um hvað væri framundan. Þar sagði sveitarstjóri frá ofangreindum fundi sem haldinn var 29. febrúar. Teknir voru saman minnispunktar vegna þessa fundar sem hafa verið sendir sveitarstjórn.
3.Í beinu framhaldi af fundinum 17. mars var sveitarstjóri í sambandi við aðstoðar vegamálastjóra og hvatt til þess að framkvæmdaaðilar endurnýjuðu framkvæmdaleyfið.
4.Enn hefur ekki borist umsókn framkvæmdaaðila um endurskoðun framkvæmdaleyfisins.
Sveitarstjóra falið að koma á fundi með framkvæmdaaðilum og landeigendum til að leita sameiginlegra lausna málsins.
12.1604025 Ísland ljóstengt, samningur um styrkúthlutun.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
13.1604016 Hestamannafélagið Sindri, beiðni um styrkveitingu.
Samþykkt samhljóða að veita styrk til æskulýðsstarfs kr. 50.000,- og kr. 300.000,- til reiðvegagerðar.
Fundargerðir:
1.1603026 3. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. Staðfest.
2.1603053 Fundargerð 32. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 21.03.16 Staðfest.
3.1603065 Fundargerð 7. fundar ungmennaráðs Rangárþings eystra 21.03.16
Sveitarstjóra falið að svara 3. lið fundargerðarinnar. Að öðru leyti tekur sveitarstjórn vel í ábendingar ráðsins. Fundargerðin staðfest.
4.1604015 Fundargerð 46. fundar stjórnar Brunavarna Rangarvallasýslu bs. 05.04.16
Fundargerðin staðfest.
5.1604022 Fundargerð 178. stjórnarfundar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 07.04.16
Fundargerðin staðfest.
6.1604023 Fundargerð 23. fundar Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefndar 06.04.16 Fundargeðin staðafest.
7.1604026 Fundargerð 26. fundar í stjórn Kötlu jarðvangs 11.04.16 Fundargerðin staðfest.
Mál til kynningar:
1.1603059 Fundargerð 837. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18.03.16
2.1604005 Fundargerð 506. fundar stjórnar SASS 04.03.16
3.1602006 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, styrkumsóknir 2016.
4.1604024 Fundargerð 507. fundar stjórnar SASS 01.04.16
5.1511033 Tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu 2016.
6.1603048 Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 08.03.16, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2016.
7.1604029 Leyfisbréf vegna gististaðar í Selkoti.
8.1604030 Leyfisbréf vegna gististaðar í Langanesi.
9.1604006 Minnispunktar frá fundi sveitarstjóra og öldungaráðs Rangárvallasýslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:10