23.fundur í fjallskilanefnd Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 17. maí 2011 kl. 21:00

Mættir voru allir nefndarmenn, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Ágúst Jensson.
Formaður setti fund og stjórnaði.


1. Sótt var um styrk til áburðardreifingar á afréttinn samkvæmt landbótaáætlun, styrkir fengust að upphæð 750.000,- þús., 450.000 frá landbótasjóði og 300.000 frá Rangárþingi eystra .
Samþykkt er að bera á 12 tonn af áburði og taka tilboði FB í það magn.

2. Ný umsókn var send Bjargráðasjóði vegna skemmda vegna flóða. „ Sjá síðustu fundargerð“
Skemmdar girðingar samkv. úttekt 2.252 m. Samþykkti Bjargráðasjóður kr. 1.486.320,- í styrk vegna þeirra, einnig 257.400 kr. vegna landskemmda og aurburðar, sá fræi í það svæði.
Hafnað bótum vegna tapaðs gróðurlands. Sjá bréf Bjargráðasjóðs dagsett 19. apríl 2011. Nefndarmenn fóru í vettvangsferð með girðingarverktaka á svæðið 17. Maí og reynt að finna nýtt girðingastæði. Vegna legu nýs varnargarðs og ágangs Fljótsins er örðugt að finna öruggt firðingastæði. Verður það ákvarðað mjög fljótlega. Gróðurástand á afrétti kannað um mánaðarmót.


Fundi slitið.

Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Ágúst Jensson