Fundargerð
25. fundur, 3. fundur kjörtímabilisins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn þriðjudaginn 30. septembr 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson. Víðir Jóhannsson, Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Jónsson boðuðu forföll og í þeirra stað eru mætt Kristín Þórðardóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Guðmundur Ólafsson.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1409058 Indriðakot – Landskipti
1409019 Skógar – Ósk um umsögn vegna reksturs bílaleigu
1409059 Breytingartillaga D-lista við samþykkt um gatnagerðargjöld
SKIPULAGSMÁL
1409058 Indriðakot – Landskipti
Ingibjörg Jónsdóttir kt. 230730-3269, óskar eftir því að skipta 3480m2 lóð úr jörðinni Indriðakot ln. 163772, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 23.07.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Indriðakoti ln. 163772.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1409019 Skógar – Ósk um umsögn vegna reksturs bílaleigu
Í erindi dags. 5. september 2014, óskar sýslumaðurinn á Hvolsvelli eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Rangárþings eystra um veitingu rekstrarleyfis handa Guðbjörgu Sigríði Pétursdóttur kt. 211158-7869, til reksturs bílaleigu að Skógum, Rangárþingi eystra.
Kristín Þórðardóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir bílaleigu á lóð Skogar guesthouse að Skógum. Umrædd lóð er skv. skipulagi á íbúðabyggð og því ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum atvinnurekstri. Skv. umsókn er gert ráð fyrir einni bifreið í rekstri bílaleigunnar. Nefndin ítrekar að jákvæð umsögn er veitt á þeim forsendum.
1409059 Breytingartillaga D-lista við samþykkt um gatnagerðargjöld
Tillögu vísað frá sveitarstjórn, til skipulagsnefndar til umsagnar.
14. Breytingartillaga D-lista við samþykkt um gatnagerðargjöld.
Við fulltrúar D-lista leggjum til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir á grundvelli 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra eftirfarandi tillögu:
Veita skal 50% afslátt af gatnagerðargjaldi af lóðum við tilbúnar götur á Hvolsvelli, þar sem lagningu fráveitu og gatnaframkvæmd er lokið að stærstum hluta. Ákvörðunin gildir fyrir gatnagerðargjald lóða sem úthlutað verður á tímabilinu 1. október 2014 – 31. desember 2015.
Sé sótt um sérstakan greiðslufrest í samræmi við 7. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í Rangárþingi eystra, gilda afsláttarreglur þessar ekki.
Jafnframt er lagt til, að sveitarstjórn feli skipulagsnefnd að leggja mat á núgildandi deiliskipulag við Hvolstún með tilliti til íbúðamagns á skipulagsreitnum.
Greinargerð:
Samkvæmt heimild í 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld er sveitarstjórn heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.
Enn er óúthluað um 14 lóðum við Hvolstún og 15 iðnaðarlóðum við Ormsvöll og Dufþaksbraut. Ljóst að ákveðið hagræði hlýst af því fyrir sveitarsjóð að þétta þá byggð sem fyrir er. Enn er mikil eftirspurn eftir húsnæði í sveitarfélaginu, en aðgangur að lánsfjármagni er ekki jafn greiður og hann var fyrir „hrun“. Því er mikilvægt að koma til móts við húsbyggendur og mynda hvata til framkvæmda. Sveitarstjórn telur rétt að kanna hvort hægt sé að fjölga íbúðum á þeim byggingarreitum sem þegar eru skipulagðir við Hvolstún og að þannig gefist tækifæri til að byggja smærri íbúðir sem betur henta til dæmis ungu fólki og þeim sem vilja minnka við sig. Væri slík stefnubreyting í góðu samræmi við þær umræður sem eru áberandi, um að minni íbúðir séu það sem markaðurinn kallar helst eftir.
Hvolsvelli, 1. september 2014
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Samþykkt að afgreiðslu tillögunnar verði frestað og henni vísað til umsagnar
skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur vel í tillöguna. Nefndin leggur til að lækkun gatnagerðagjalda nái til íbúðalóða í Hvolstúni og iðnaðar/verslunar- og þjónustulóða við Ormsvöll skv. tillögunni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði eftirfarandi breyting á deiliskipulagi Hvolstúns. Lóðum 5 og 7 verði breytt í eina par- raðhúsalóð og að lóðum 14 og 16 verði breytt í eina par- raðhúsalóð.
Fundi slitið 11:05
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Kristín Þórðardóttir
Anton Kári Halldórsson
Guðmundur Ólafsson