- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd. 29. fundur haldinn í Hvolnum, miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 17:15. Mætt voru: Bjarki Oddsson, Lárus Viðar Stefánsson og Bóel Anna Helga Lárusdóttir. Jónas Bergmann og Helga Guðrún boðuðu forföll og ekki fengust varamenn fyrir þau. Ólafur Örn Oddsson sem skrifar fundargerð.
1)Drög að afreksstefnu - Sjá fylgiskjal. Afreksstefnan var rædd og komu nefndarmenn með athugasemdir. Ákveðið var að halda þessari vinnu áfram og leggur nefndin til að fulltrúi frá sveitarstjórn verið með HÍÆ nefnd í þeim vinnuhópi.
2)Tilnefning í 60+ starfsnefndina. Lagt til að Bjarki Oddsson sé fulltrúi nefndarinnar.
3)Klifurveggur í áhaldageymslu – til skoðunnar. Nefndin hafnar þessari annars góðu hugmynd vegna aðstöðuleysis.
4)Samfellumál – samfellan rædd. HÍÆ nefnd leggur til að stofna hóp til að ræða samfellu málin í sveitarfélaginu. Í hópnum verða fulltrúar frá Hvolsskóla, Skjólinu, Dímon, KFR, fulltrúiþjálfara, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt þremur fulltrúum HÍÆ-nefnar þeim Bjarka, Lárusi og Bóel.
5)Önnur mál –
Hreinlætismál í íþróttahúsinu rædd.
Fundi slitið 18:45