3. fundur í Fjallskilanefndar V-Eyjafjalla 23.janúar 2005 kl.21:00 að Syðstu-Mörk.
Mættir voru Baldur Björnsson, Guðmundur Guðmundsson, Ásgeir Árnason og Guðjón Ólafsson.
Þetta gerðist:
1. Úrskurður óbyggðarnefndar frá 10.des.2004 varðandi þjóðlendumörk á Þórsmerkursvæðinu og heiðarlöndum undir Eyjafjöllum.
En samkvæmt úrskurði er tekið undir þjóðlendur Almenninga, Þórsmörk, Teigstungur, Múlatungur, Goðaland, Merkurtungur, Stakkholt og Steinsholt. Einnig er miðað við jökulrönd samkvæmt myndum teknum 1998, en jökullinn hefur hörfað talsvert síðan.
Allir fundarmenn voru mjög ósáttir við þennan úrskurð. Allt þetta landsvæði var numið og á því voru nokkrar landnámsjarðir og búið þar öldum saman.
Farið var yfir úrskurðinn og telja nefndarmenn þennan úrskurð líkjast eignarnámi án bóta.
Þá beinir fundurinn því til sveitarstjórnar að boða til fundar með hagsmunaaðilum eigi síðar en í fyrstu viku febrúar þar sem lögmenn landeigenda mæti og fari yfir úrskurðinn og skýri hann.
Fundi slitið.
Baldur Björnsson
Ásgeir Árnason
Guðmundur Guðmundsson
Guðjón Ólafsson