- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Dagskrá:
1. Erindisbréf Orku- og veitunefndar
Byggingarfulltrúa falið að ganga frá erindisbréfi í samræmi við athugasemdir á síðasta fundi. Erindsbréf nefndarinnar samþykt.
2. Borhola við Goðaland
Út frá forathugun á nýtingu borholunnar leggur orku- og veitunefnd til við sveitarstjórn unnið verði markvisst að því að koma á nýtingu holunnar. Nefndin leggur til að sem fyrst verði farið að nýta vatnið til húshitunar á félagsheimilinu Goðalandi. Aðrir möguleikar yrðu kannaðir í framhaldi.
3. Lagning ljósleiðara í Rangárþingi eystra
Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við RARIK, að lagt verði rör fyrir ljósleiðara um leið og rafmagnsstrengir verði plægðir í jörðu. Á þessu ári mun RARIK plægja jarðstreng frá Búðarhóli að Borgareyrum. Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að lagt verði ídráttarrör fyrir ljósleiðara samhliða jarðstreng RARIK.
4. Vatnsveitumál – Reglur – Gjaldskrá – Skráning
Nefndin leggur til að hafin verði vinna við að koma mælingu á öll vatnsinntök í dreifbýli í sveitarfélaginu. Ljúka þarf skráningu á öllum vatnsinntökum í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að allar upplýsingar , landfræðilegar og tæknilegar varðandi vatnsveitur sveitarfélagsins séu aðgengilegar. Nefndin leggur til að ákvæði varðandi óleyfilega tengingu og notkun á vatni verði skerpt.
5. Fráveita – Þéttbýli og dreifbýli
Fráveitumál í sveitarfélaginu rædd á breiðum grundvelli.
6. Önnur mál
Engin önnur mál rædd.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00