- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Kvennahlaupið var fyrst haldið árið 1990 og var markmið hlaupsins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.
Nú 30 árum síðar en enn hlaupið á um 80 stöðum á landinu og nokkrum stöðum erlendis.
Í ár er hlaupið á tveimur stöðum í Rángárþingi eystra þann 15. júní:
Frá Íþróttamiðstöðinni Hvolsvelli kl 11:00. Boðið er bæði upp á 3km og 6km hlaupaleiðir.
Forsala í Íþróttamiðstöðinni 14. júní frá 1600-18:00
Frá Seljalandsfossi kl: 14:00. Boðið er bæði upp á 2km og 4km hlaupaleiðir.
Forsala í síma 8471657 / 4878912
Hægt er að kaupa boli á hlaupastöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Þau sem vilja geta engu að síður gengið frá kaupum á bol fyrir hlaup inni á TIX.is