- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Fundargerð
32. fundur, 10 fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn
mánudaginn 11. maí 2015, kl. 16:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Víðir Jóhannsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Kristín Þórðardóttir.
Sveitarstjórnarmenn: Ísólfur Gylfi Pálmason.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi málum á dagskrá fundarins:
1505010Steinmóðarbær – Deiliskipulag
1505013Teigur 2 – Landskipti
1505011Seljalandssel - Landskipti
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1505002Hvolstún - Deiliskipulagsbreyting
1505005Kirkjulækjarkot neðra svæði – Deiliskipulag
1504017Fljótsdalur – Landskipti
1505006Djúpidalur - Landskipti
1306049Varmahlíð – Framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldi
ÖNNUR MÁL:
1505007Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi
1505008Kirkjulækur 3 lóð - Nafnabreyting
MÁL SEM BÆTTUST Á DAGSKRÁ EFTIR AÐ FUNDARBOÐ VAR SENT ÚT
1505010Steinmóðarbær – Deiliskipulag
1505013Teigur 2 – Landskipti
1505011Seljalandssel - Landskipti
SKIPULAGSMÁL
1505002Hvolstún - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10 færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir íbúum í Hvolstúni á auglýsingatíma.
1505005Kirkjulækjarkot neðra svæði – Deiliskipulag
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi frístunda og verslunar- og þjónustusvæðis sem var til meðferðar á árunum 2005-2006. Deiliskipulagið öðlaðist hinsvegar aldrei gildi. Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, einn eigandi lands innan skipulagssvæðisins óskar eftir því að deiliskipulagið verði tekið aftur til meðferðar.
Erindinu frestað.
1504017Fljótsdalur – Landskipti
Anna Runólfsdóttir kt. 310876-5939, Pétur Runólfsson kt. 250878-4789 og Runólfur Runólfsson kt. 241033-3929, óska eftir að skipta úr jörðinni Fljótsdalur ln. 164005 1200m² lóð (Tindfjallasel) undir núverandi skála skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 9. apríl 2015, unnum af Steinsholt sf.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1505006Djúpidalur – Landskipti
Benedikt Valberg kt. 050232-2479, óskar eftir að skipta úr jörðinni Djúpidalur ln. 164161, 56m² lóð (Djúpidalur spennistöð) undir spennistöð RARIK, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 9. apríl 2015, unnum af Bölta ehf.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1306049Varmahlíð – Framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldi
Páll Magnús Pálsson kt. 121168-4219 og Sigurður Jakob Jónsson kt. 300856-0049, f.h. óstofnaðs félags, óska eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á jörðinni Varmahlíð ln. 163815, skv. meðfylgjandi gögnum. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 6. júní 2013 vegna ófullnægjandi gagna.
Deiliskipulag hefur verið unnið og samþykkt fyrir framkvæmdina. Einnig liggur fyrir framkvæmdalýsing og uppdráttur unnin af Glámu-Kím dags. í apríl 2015. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt á grundvelli deiliskipulags og fyrirliggjandi gagna.
ÖNNUR MÁL:
1505007Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi
Guðbjörg Sigríður Pétursdóttir kt. 211158-7869, sækir um stöðuleyfi fyrir íbúðargámi fyrir starfsfólk að Ytri-Skógum skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs, með fyrirvara um samþykki landeiganda.
1505008Kirkjulækur 3 lóð - Nafnabreyting
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir kt. 160587-2299 og Arnar Gauti Markússon kt. 040387-3159, óska eftir því að breyta heiti íbúðarhúsalóðar sinnar úr Kirkjulækur 3 lóð í Litlaland.
Skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytinguna.
MÁL SEM BÆTTUST Á DAGSKRÁ EFTIR AÐ FUNDARBOÐ VAR SENT ÚT
1505010Steinmóðarbær – Deiliskipulag
Ásgeir Jónsson hjá Steinsholt sf. f.h. Alessandro Tamburini, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni Steinmóðarbær ln. 191987. Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha. svæðis innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og bygginga sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1505013Teigur 2 – Landskipti
Hrafnhildur Árnadóttir kt. 300958-6649 og Guðbjörn Árnason kt. 010360-2509, óska eftitir því að skipta úr jörðinni Teigur 2 ln.164066, landinu Teigur 3 samtals um 463 ha. skv. uppdrætti og landskiptagerð unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 7. maí 2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Teigi 2 ln. 164066.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Óskað er eftir því að rökstuðningur fyrir landskiptunum og áform um landnotkun liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar.
1505011Seljalandssel – Landskipti
Knútur Sæberg Halldórsson kt. 190457-6059, Guðrún Árnadóttir kt. 280352-7219 og Sigrún Adolfsdóttir kt. 280854-4259, óska eftir því að skipta úr jörðinni Seljalandssel ln. 163799, landinu Seljalandssel 2 samtals um 106,4 ha. Skv. Uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 5. Maí 2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Seljalandsseli ln. 163799.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Óskað er eftir því að rökstuðningur fyrir landskiptunum og áform um landnotkun liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundi slitið 17:25
____________________________ ____________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Þorsteinn Jónsson
___________________________ ____________________________
Lilja Einarsdóttir Kristín Þórðardóttir
____________________________ ____________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson