Fundargerð
34. fundur, í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn 
mánudaginn 10. ágúst 2015, kl. 17:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lilja Einarsdóttir og Víðir Jóhannsson. Guðmundur Ólafsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Christiane L. Bahner. 
Áheyrnarfulltrúar sveitarstjórnar: Ísólfur Gylfi Pálmason

Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi málum á dagskrá fundarins:
1508006Rauðafell 1 – Deiliskipulag íbúðarlóðar
1508007Rauðafell 1 – Landskipti 

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1411012Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
1503007Nýbýlavegur – Deiliskipulagsbreyting
1507012Vestri-Garðsauki – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi
1508003Landeyjahöfn – Framkvæmdaleyfisumsókn
1508004Hvolstún – Lóðarumsókn
1508005Kirkjulækjarkot 1 - Landskipti


SKIPULAGSMÁL

1411012Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 9. Apríl 2015 að senda tillöguna til Skipulagstofnunar til yfirerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerir athugasemdir við tillöguna í bréfi dags. 17. Júlí 2015. Athugsemdir snúa að samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. 
Víðir Jóhannsson víkur af fundi undir þessum lið. Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin áréttar að tillagan var til meðferðar og auglýst skv. þágildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Skipulagsnefnd telur tillöguna í fullu samræmi við þágildandi og núgildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar. 

1503007Nýbýlavegur - Deiliskipulagsbreyting
Lagt fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu við Nýbýlaveg á Hvolsvelli. 
Skipulagsfulltrúa falið láta vinna mismunandi tillögur að útfærslu á fyrirhugaðri lóð við Nýbýlaveg. Tillögurnar verða lagðar fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi. 

1507012Vestri-Garðsauki – Byggingarleyfi fyrir hesthúsi
Þormar Andrésson kt. 270454-7019, óskar eftir byggingarleyfi fyrir hesthúsi á landi sínu Vestri-Garðsauka ln. 179713, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Cedrus ehf. dags. 15. Júní 2015. 
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta erindinu með fjórum atvkæðum GÓS, LE, ÞJ, CLB. Einn á móti VJ. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að hitta umsækjanda í samræmi við umræður fundarins.  


1508003Landeyjahöfn – Framkvæmdaleyfisumsókn
Jóhann Þór Sigurðsson f.h. Vegagerðarinnar kt. 680269-2899, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir sandþró, dælulögnum og dæluhúsi í Landeyjahöfn skv. meðfylgjandi gögnum sem fylgja umsókninni. 
Afgreiðslu umsóknar frestað. Skipulagsnefnd bendir á að breyta þarf gildandi deiliskipulagi fyrir Landeyjahöfn til að unnt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir umræddri famkvæmd. 

1508004Hvolstún – Lóðarumsókn
Sigurður Bjarni Sveinsson kt. 210187-2519, óskar eftir því að fá úthlutað byggingarlóðinni Hvolstún 17, fyrir byggingu einbýlishúss. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 

1508005Kirkjulækjarkot 1 - Landskipti
Már Guðnason kt. 141245-3689 f.h. dánarbús Jónheiðar Gunnarsdóttur, óskar eftir því að skipta lóð úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 ln. 164034. Um er að ræða lóðina Kirkjulækjarkot 13a, 1265m², skv. hnitsettum uppdrætti unnum af K2 tækniþjónusta ehf. dags. 14. júní 2015. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

1508006Rauðafell 1 – Deiliskipulag íbúðarlóðar
Ásgeir Jónsson hjá Steinsholt sf. f.h. Sigurþórs Ástþórssonar kt. 160972-3439, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóð úr jörðinni Rauðafell 1, ln.163706. Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,2 ha íbúðarlóðar og aðkomu að henni. Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 120m² íbúðarhúsi og 50m² bílskúr. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1508007Rauðafell 1 – Landskipti 
Sigurþór Ástþórsson kt. 160972-3439, óskar eftir því að skipta lóð úr jörðinni Rauðafell 1, ln. 163706. Um er að ræða lóðina Guðrúnarstaðir, 1785 m², skv. hnitsettum uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 22. júlí 2015. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 


Fundi slitið 18:40

________________________________________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir           Þorsteinn Jónsson

________________________________________________________
Lilja Einarsdóttir                   Víðir Jóhannsson

________________________________________________________
Christiane L. Bahner           Anton Kári Halldórsson