38. fundur.
Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, miðvikudaginn 5. nóvember 2014, kl. 11:30.
Mættir: Ágúst Sigurðsson, Ágúst Ingi Ólafsson , Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson, sem ritar fundargerð. Einnig situr fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.
Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.
Dagskrá:
1. Yfirlit um reksturinn fyrstu 9 mánuði ársins 2014.
Reksturinn er í jafnvægi og hafa tekjur skilað sér vel frá sveitarfélögunum. Allir liðir í jafnvægi eða undir áætlun.
2. Fjárhagsáætlun 2015.
Lögð fram drög að áætlun þar sem litlar breytingar eru frá fyrra ári. Allir liðir reiknaðir upp um ca. 3.5% á milli ára á fjárhagsáætlun 2015.
Ekki verið tekin ákvörðun um gjaldskrá fyrir eldvarnareftirlit og fyrirkomulag á því. Verið að safna gögnum og meta hvernig framkvæmt verður. Rætt um drög að gjaldskrá sem liggur fyrir og ákveðið að hún verði sett og lögð fyrir sveitarstjórnirnar sem að Brunavörnum standa.
Lagt til að verði farið að vinna eftir gjaldskránni í upphafi næsta árs.
3. Önnur mál.
3.1 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Íslenska matorku ehf.
3.2 Ályktanir Rangárþing ytra:
a) Sveitarstjórn tekur undir hugmyndir þess efnis að skoða markvisst möguleika til víðtækara samstarfs við nágrannasveitarfélög Rangæinga.
Rætt um möguleika á víðtækara samstarfi og kosti og galla þess, t.d. við Brunavarnir Árnesinga. Til verði gagnkvæmur samningur á milli brunavarna beggja svæðanna sem fyrsta skref í auknu samstarfi. Samþykkt að leita eftir slíkum viðræðum.
b) Erindi frá aðalfundi félags slökkviliðsstjóra sem haldinn var á Egilsstöðum. Samþykkt að beina erindinu til stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu til úrlausnar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12.10.
_____________________________ _____________________________
Ágúst Ingi Ólafsson Ágúst Sigurðsson
_____________________________ _____________________________
Björgvin G. Sigurðsson Böðvar Bjarnason
_____________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason