- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
4. bekkur Hvolsskóla kom í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins í dag og hittu Anton Kára, sveitarstjóra. Erindi þeirra var að skoða nýjar skrifstofur sveitarfélagsins en einnig að leggja fyrir hin ýmsu málefni sem nemendunum lá á hjarta. Fundurinn var að sjálfsögðu formlegur og var skrifuð fundargerð sem hægt er að lesa hér. Eins og sjá má í fundargerðinni var mikill samhljómur í hópnum og flestar tillögur samþykktar en svo er spurning hvaða óskir er hægt að uppfylla.