4. fundur heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, haldinn miðvikudaginn 4. maí 2011, kl.17.00 í Pálsstofu.


Mætt eru Lilja Einarsdóttir, Guðrún Ósk Birgisdóttir, Benedikt Benediktsson, Lárus Viðar Stefánsson, Helgi Jens Hlíðdal.
Á fundinn mætti Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt og framkvæmdastjóri Heilsustíga ehf.

1. Heilsustígar-staðsetning.
Hermann kynnti framkvæmd Heilsustíga og fyrstu drög hans að skipulagningu stíganna hér á/við Hvolsvöll. Í fyrstu tillögu leggur hann til svæði ca. 2.8 km í kring um þorpið með 16 skilgreindum svæðum til stöðvaþjálfunar. Nefndin leggur fram breytingatillögur sem að Hermann mun vinna út frá, mun hann koma með 2-3 nýjar tillögur og leggja fyrir nefndina.

2. Uppbygging leikvalla.
Nefndin hefur lagt til að byggja upp þrjú leiksvæði (að þessu sinni) þ.e í Gilsbakka, Gamla róló og leikvöll við enda Njálsgerðis/Norðurgarðs. Hermanni falið að skipuleggja þessi svæði og gera tillögur að þeim með tilliti til gróðurs, skjóls, umhverfis og fegurðar, einnig mun hann koma með tillögur um leiktæki á svæðin.

3. Önnur mál.
Rætt um skipulagningu samfellu, mikilvægt að kalla saman hóp sem að skipulagningu hennar kemur sem fyrst.

Fundi slitið kl. 18.17.
Fundarritari Guðrún Ósk Birgisdóttir.