4. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn á Hvolsvelli, mánudaginn 8. október 2007, kl. 13:00.
Mætt: Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurbjartur Pálsson, Ólafur E Júlíusson, Haukur G Kristjánsson, Þorgils Torfi Jónsson, Eydís Indriðadóttir og Ólafur Eggertsson. Auk þess sátu fundinn, Örn Þórðarson og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.
1. Lóðamál í Skógum
1.1 Erindi frá Guðmundi Jónssyni í Drangshlíð, þar sem óskað er eftir lóð undir íbúðarhús í Skógum. Ekki eru til lausar lóðir sem stendur. Héraðsnefnd felur formanni að óska eftir viðræðum við forsvarsmenn Hótel Skóga, sem fengu úthlutað lóð með punktum pk. 2,3,4,5 árið 2003, um hvort fyrirhugaðar séu framkvæmdir á lóðinni. Ef Hótel Skógar skila lóðinni, hefur formaður heimild til að úthluta henni til Guðmundar Jónssonar, með fyrirvara um samþykki Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýslu.
1.2 Erindi frá Margréti Bárðardóttur, sem er einn af erfingjum gefanda jarðarinnar Ytri-Skóga, þar sem óskað er eftir leyfi til endurbyggingar á sumarbústað. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
1.3. Erindi frá Héraðsnefnd Vestur Skaftafellssýslu, þar sem óskað er eftir viðræðum um málefni Skóga. Héraðsnefnd óskar eftir fundi með Héraðsnefnd Vestur Skaftafellssýslu.
2. Lóðarleigusamningar fyrir Skóga, gjaldskrá lóðarleigu:
Formanni héraðsnefndar falið í samráði við formann Héraðsnefndar Vestur Skaftafellssýlu að skoða stöðu á lóðarleigusamningum í Skógum og bæta úr ef þarf. Lóðarleiga skal vera 1% af fasteignamati lóða á nýjum samningum.
3. Deiliskipulag fyrir Skóga:
Formaður héraðsnefndar kynnti fund með skipulagsráðgjafa hjá Landslagi ehf og Stefáni E Steindórssyni arkitekt. Ákveðið að hafa samráð við Héraðsnefnd Vestur Skaftafellssýslu og hagsmunaaðila um framhald málsins.
4. Rammaskipulag fyrir Stórólfsvöll:
Formaður kynnti rammaskipulag fyrir land Stórólfsvallar norðan Suðurlandsvegar. Formanni falið að vinna áfram að málinu.
5. Innsend erindi:
5.1 Erindi frá Kvennakórnum Ljósbrá, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi. Samþykkt að veita kórnum framlag að fjárhæð kr. 100.000
5.2 Erindi frá Golfklúbbi Hellu, þar sem óskað er eftir stuðningi við malbikun á heimreið og bifreiðastæði. Afgreiðslu frestað til næsta fundar og jafnframt ákveðið að óska eftir upplýsingum um áætlaðan framkvæmdakostnað.
5.3 Erindi frá Golfklúbbi Hellu, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til greiðslu fasteignagjalda. Hafnað.
5.4 Erindi frá Hestamannafélaginu Geysi, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til æskulýðsstarfa. Samþykkt að veita hestamannafélaginu framlag að fjárhæð kr. 500.000.
5.5. Erindi frá Leikfélagi Rangæinga, þar sem óskað er eftir fjárframlagi. Samþykkt að veita leikfélaginu framlag að fjárhæð kr. 100.000
5.6. Erindi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, þar sem óskað er eftir að Héraðsnefnd Rangæinga skipi fulltrúa í byggingarnefnd verknámshússins Hamars. Þorgils Torfi Jónsson tilnefndur.
6. Önnur mál:
Ákveðið að halda næsta fund héraðsnefndar fimmtudaginn 18. október n.k. kl: 15,00 í Skógum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður
Guðmundur Einarsson fundarritari