4. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra
fimmtudaginn 20. des. 2012, kl. 11.00, á Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt á fundinn:
Guðlaug Ósk Svansdóttir form., Haukur Guðni Kristjánsson, Kristján Ólafsson, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Ólafsson, Anton Kári Halldórsson byggingafulltrúi, Gísli Gíslason skipulagsfulltrúi og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti sf skrifaði fundargerð.

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
306 – 2012 Ytri-Skógar - deiliskipulag
S009 – 2012 Breyting Aðalskipulags – Lýsing
S010 - 2012 Landskipti, Kotvöllur

BYGGINGARMÁL:
B012 – 2012 Hvolstún 30
B013 - 2012 Hvolstún 33
B014 - 2012 Skógar, farfuglaheimili
B015 - 2012 Miðkriki, lóð 2a
B016 - 2012 Ytra – Seljaland

ÖNNUR MÁL
- Hallskot – staða máls
- Goðaland - Hitastigshola

SKIPULAGSMÁL

306-2012 – Ytri-Skógar - deiliskipulag
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokaafgreiðslu deiliskipulags. Farið yfir drög að svari til Skipulagsstofnunar og tillögu að breytingum á gögnum til að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar.
Nefndin samþykkir að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar og hefur verið gerð minni háttar breyting á skipulagsgögnum til samræmis. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara öðrum athugasemdum til Skipulagsstofnunar í samræmi við umræður á fundinum.
Tillaga að deiliskipulagi Ytri-Skóga, dags. 20. desember, með áorðnum breytingum, er samþykkt.

S009-2012 – Aðalskipulagsbreyting – Lýsing
Lögð er fram lýsing vegna breytingar aðalskipulags. Gert er ráð fyrir frístundasvæði í landi Stóru-Merkur, Moldnúps og Ystabælistorfu.
Nefndin samþykkir fram komna lýsingu og mælist til að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

S010 – 2012 – Landskipti, Kotvöllur
Þorsteinn Jónsson, f.h. Skógræktarfélags Rangæinga kt.600269-4969, óskar eftir því að stofna lóðina Kotvöll 16 úr landi Kotvallar ln.164172 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags.17. nóvember 2012.
Nefndin gerir ekki athugasemd við landskiptin.

BYGGINGARMÁL:

B012 - 2012 - Hvolstún 30
Baldur Eiðsson f.h. Stjörnumót ehf. kt.500306-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða raðhúsi á lóðinni Hvolstúni 30, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform.

B013 – 2012 – Hvolstún 33
Sigurður Ágúst Guðjónsson kt.100882-4859, sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni Hvolstúni 33, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform.

B014 – 2012 - Skógar, farfuglaheimili
Jóhann Geir Frímannsson kt.140952-3709 og Eyja Þóra Einarsdóttir kt.270155-3839, sækja um byggingarleyfi fyrir gistihúsi á lóðinni Grunnskólinn í Skógum ln.163731 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags.

B015 – 2012 – Miðkriki, lóð 2a
Jón Jónsson, f.h. Vindás ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi á lóð nr. 2a í D götu, Miðkrika, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform.

B016 – 2012 – Ytra – Seljaland
Hálfdan Ómar Hálfdanarson óskar eftir leyfi til að endurbyggja tvö fjárhús og breyta notkun þeirra í sumarhús og geymslu á jörðinni Ytra-Seljaland ln.163773, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Nefndin samþykkir byggingaráform með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar.

ÖNNUR MÁL:
Hallskot
Farið yfir stöðu málsins.

Goðaland – Hitastigshola

Lagt fram til kynningar erindi frá Hjálmari Ingvarssyni f.h. Rangárþings eystra varðandi borun á hitastigsholu á lóð sveitarfélagsins við Goðaland.

Fundi slitið kl. 13.10

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Haukur Guðni Kristjánsson
Kristján Ólafsson
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Gísli Gíslason
Anton Kári Halldórsson
Ásgeir Jónsson