- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
5. fundur heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2011, kl.17.00 í Pálsstofu.
Mættir:Lilja Einarsdóttir, formaður sem stjórnaði fundi, Guðrún Ósk Birgisdóttir, ritari , ritaði fundargerð, Helgi Jens Hlíðdal, Lárus Viðar Stefánsson, Benedikt Benediktsson boðaði forföll og ekki náði að boða varamann.
1.Kynning á skipulagi samfellu veturinn 2011-2012, Lárus Viðar Stefánsson.
Lárus fór yfir skipulag samfellu komandi skólaárs, en reynt var að bæta vankanta fyrri ára við skipulag hennar, samfellan verður með svipuðu sniði og fyrri ár utan þess að skátar verða ekki ( allavega ekki fyrir áramót), og við samfelluna bætist teiknun. Farið var yfir akstur og nýtingu skólabíla vegna samfellunnar.Guðrún Ósk Birgisdóttir, fundarritari
Lilja Einarsdóttir, formaður
Helgi Jens Hlíðdal
Lárus Viðar Stefánsson