Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn 23. ágúst 2004 að Staðarbakka.

Allir nefndarmenn voru mættir.

1. Farið var yfir reikninga síðastliðið ár.
Athugasemdir komu fram um nokkrar reikningsfærslur inn á Fjallskilasjóðinn sem eru taldar rangfærðar. Formanni falið að gera athugasemdir við það atriði.

2. Samþykkt óbreytt álagning frá fyrra ári þ.e. 14. kr. per landverð og 60 kr. per
ásetta kind. Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði einnig óbreytt frá fyrra ári. Samþykkt smölun og fjallsk. Rauðnefsstaða.

3. Skipað var í leitir og réttarferðir, smávægilegar breytingar gerðar samkv. beiðni.
Ákveðið var að 1. leit á Grænafjall yrði 10. sept. og byggðasmölun 18. sept.

4. Áburðadreifing fór fram í byrjun júlí og tókst vel, 7 bændur sáu um dreifinguna. Dreift var á svæðið í og við Tröllagjá. Svæðið stækkað frá fyrra ári og borið á það 18 tonn af áburði.

5. Rætt var um gerð landbótaáætlunar.



Fleira ekki gert, fundi slitið.


Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson