- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Mættir voru: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Esther Sigurpálsdóttir, Benedikt Benediktsson varamaður Guðmundu Þorsteinsdóttur, Oddný Steina Valsdóttir, Lárus Bragason, Heiða Scheving leikskólastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks Hvolsskóla, Ingibjörg Sæmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Arnheiður Einarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla, Anna Kristín Guðjónsdóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans boðaði forföll.
Fundagerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir
Dagskrá fundarins:
1. Starfið í Hvolsskóla – Sigurlín
Sigurlín er að klára hin árlegu starfsmannaviðtöl og er langt komin með þau og eru litlar breytingar fram undan. Tveir kennarar fara í námsleyfi og einn kennari fer í fæðingarorlof. Tveir kennarar eru í launalausu leyfi og hafa ekki gefið upp hvort þær ætli að koma inn á næsta ári. Nú þegar er farið að huga að stundatöflugerð næsta vetrar. Aftur er stefnt á að hafa 170 daga skólaár á næsta ári. Sparnaðurinn kemur helst fram í skólaakstrinum.
Nú þegar er hafin vinna á nýju skóladagatali næsta árs.
Ekki miklar breytingar framundan í skólanum, þó eru breytingar í mötuneyti. Yfirmatráður fer á eftirlaun í haust. Athuga þarf með hávaða í mötuneyti, aðeins hefur borið á kvörtunum vegna þess.
Umræður um mötuneytismál. Skólastjórnendur sögðu frá því að verið er að skoða ýmsa möguleika fyrir næsta vetur.
Sigurlín sagði frá því að verið sé að huga að því að loka gryfjunni í sal skólans, þ.e. hafa slétt gólf. Ekki er um óafturkræfa breytingu að ræða.
Mikið verður um að vera á vormánuðum. 16. – 18. apríl verða þemadagar og dagarnir endar með vorhátíð 18. apríl í samstarfi við foreldrafélagið. 23. – 27. apríl verður jarðvangsvika og skólinn ætlar að taka þátt í henni.
Árshátíð elsta stigs haldin hjá okkur 29. mars að Goðalandi, árshátíðin er í samstarfi við Laugaland og Hellu.
Leikskólaheimsóknir ganga vel og nemendur leikskólans borða í skólanum þrisvar sinnum á vorönn. Heiða bætti við að hún væri ánægð með samstarfið.
Vorferðir verða eins og verið hefur.
Skólaslit verða 25. maí.
Hvolsskóli vann í Suðurlandsriðlinum í Skólahreystinni í dag. Fræðslunefndin óskar þeim til hamingju.
2. Niðurstöður úr foreldra-, nemenda- og starfsmannakönnunum í Hvolsskóla kynntar:
Formaður sjálfsmatshóps Hvolsskóla, Gyða Björgvinsdóttir, kynnti niðurstöður úr þeim könnunum sem lagðar hafa verið fyrir á skólaárinu. Þ.e. nemendakannanir í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk, foreldrakönnun oddatölubekkja og starfsmannakönnun. Áætlað er að skýrsla með úrbótaáætlun verði tilbúin í maí. Nú þegar er byrjað á þeirri vinnu. Fræðslunefnd er í meginatriðum ánægð með niðurstöður kannananna.
3. Fjarnámskennsla á Hvolsvelli, verkefnisstaða – Sigurlín
Fyrir ári síðan var gerð könnun meðal 10. bekkinga og foreldra hvað þeir vildu gera varðandi framhaldsskóla. Augljós samkeppni um nemendur okkar af hálfu framhaldsskólanna. Niðurstaða könnunarinnar sem gerð var í janúar 2011sýndi að nemendur vildu fara í burtu í framhaldsskóla en foreldrar vildu hafa börnin sín heima í fyrstu. Sigurlín sagði frá samstarfi Grundarfjarðar og Patreksfjarðar.
Frá og með haustinu 2011 geta nemendur í Hvolsskóla fengið að taka framhaldsskólaáfanga í FSu. 9 nemendur í Hvolsskóla taka núna framhaldsskólaáfanga.
Umræður um hvort hægt væri að hafa verkefnisstjóra hér í samstarfi við FSu, þannig að nemendur gæti tekið 1. árið frá FSu hér á Hvolsvelli.
Spurning hvort hægt væri að hefja þetta samstarf á eldri nemendum, gæti verið gott fordæmi fyrir þá yngri. Eldri nemendur gætu þá tekið einn og einn áfanga hér.
Ákveðið að halda áfram með þessa vinnu.
4. Stafið í Leikskólanum Örk - Heiða Scheving
Starfið í leikskólanum gengur mjög vel, góð mönnun og margir faglærðir kennarar. 90 börn í skólanum og 29 starfsmenn. Búið að gera eineltisáætlun, hana má finna á áheimasíðum Leikskólans og Rangárþings eystra. Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og Heilbrigðiseftirlitið hafa heimsótt leikskólann. Rætt um snjómokstur á leikskólalóðinni. Tvær deildir þurfa að vera þannig búnar að þær geti tekið á móti yngstu börnunum .
Starfsmannaviðtölum lokið, lítil hreyfing.
Leikskólinn verður lokaður frá 14. júlí – 13 ágúst.
Möguleikar á að taka yngri börn inn í leikskólann ræddir, Heiða telur að hægt sé að taka inn börn allt frá 12 mánaða aldri.
Það eru 27 börn að hætta í vor og það eru 12 börn á biðlista.
Hljóðvist verður löguð inn á deildum í Litla Dímon.
Heiða fer í launalaust leyfi og sumarfrí frá 1. maí – 1. september. Árný Jóna kemur til með að leysa Heiðu af.
5. Námsferð starfsfólks leikskólans
Leikskólakennarar og starfsmenn fara í námsferð til Englands, 18. – 22. apríl. Búið er að kynna það fyrir foreldrum og leggur fræðslunefnd til að sett verði frétt í fréttabréf sveitarfélagsins um námsferðina og lokun leikskólans.
6. Skólastefna sveitarfélagsins – verkefnisstaða og umræður
Skólastjórar leik- og grunnskólans hafa hist á spjallfundi um skólastefnuna. Gagnlegar upplýsingar er að finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga og á heimasíðum skóla vítt og breitt um landið. Skólastjórnendur vilja fá fræðslunefndina meira í vinnuna, um t.d. hversu ítarleg skólastefnan á að vera.
Önnur mál.
Umræður um Félagsmiðstöðina.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Lárus Bragason
Benedikt Benediktsson
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Scheving
Pálína Björk Jónsdóttir
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir
Arnheiður Einarsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir ritari