Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, mælingar, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Helstu verkefni:

  • Úttektir og eftirlit með byggingum og framkvæmdum.
  • Yfirferð aðal- og séruppdrátta.
  • Skráning mannvirkja, fasteigna og landeigna í skráningarforriti Fasteignaskrár.
  • Umsagnir vegna rekstrar- og starfsleyfa.
  • Skráningar í Mannvirkjagátt og málakerfi sveitarfélagsins.
  • Útsetning lóða og aðrar mælingar.
  • Samskipti við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála.

Menntun, reynslu og hæfniskröfur:

  • Krafa er um háskólapróf sem nýtist í starfi eða iðnmenntun á sviði byggingamála.
  • Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur.
  • Þekking á forritunum AutoCAD og Qgis er æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.
  • Þekking á lagaumhverfi skipulags- og byggingarmála er kostur.
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2024. Umsókn skal skilað á netfangið thorabjorg@hvolsvollur.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Þóra Björg Ragnarsdóttir (thorabjorg@hvolsvollur.is) skipulags- og byggingarfulltrúi og Anton Kári Halldórsson (anton@hvolsvollur.is) sveitarstjóri Rangárþings eystra.