- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Nú er lokaspretturinn í áheitaprjóninu hjá kvenfélaginu Einingu hafinn og klárast verkefnið 1. febrúar næstkomandi og miðað við hversu vel hefur gengið munu prjónakonurnar sannarlega ná markmiði sínu um 300 stykki.
Um miðjan desember voru fyrstu hlutirnir teknir saman og farið með til Reykjavíkur þar sem þeim var skipt milli Kvennaathvarfsins, Konukots, Frú Ragnheiðar og Gistiskýlisins. Áður en lagt var af stað kom Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, við á Loftinu og vottaði það magn sem farið var með.
Viðtal við Margréti Tryggvadóttur í Reykjavík síðdegis í nóvember 2020
Umfjöllun um áheitaprjónið í fréttum Stöðvar 2 í lok desember 2020
Áheitin fara óskipt til Björgunarsveitarinnar Dagrenningar.
Áheitareikningur er 0133-15-000289 kt. 540601-2750. Margt smátt gerir eitt stórt.