331. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 14. nóvember 2024 og hefst kl. 12:00
Næringin skapar meistarann; næring fyrir heilbrigða framtíð. Elísa Viðarsdóttir er afrekskona í íþróttum, leikur meðal annars knattspyrnu með íslenska landsliðinu og knattspyrnufélaginu Val. Elísa mun mæta í Hvolsskóla og vera með fyrirlestur fyrir krakkana í 5. - 10. bekk fyrr um daginn en fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa kl. 17:00 í Hvolsskóla. Hún mun meðal annars fjalla um skaðsemi orkudrykkja fyrir ungmenni en einnig margt annað. Tilvalið að mæta í Hvolsskóla, hlusta á Elísu og taka svo spjallið við börnin sín.
Mánudagskvöldið 11. nóvember, klukkan 20:00, heldur Votlendissjóður, í samstarfi við Land og Skóg, Landbúnaðarháskólann og EFLU verkfræðistofu, upplýsingafund um vottaða endurheimt votlendis.
266. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 7. nóvember 2024 og hefst kl. 08:15
Kvenfélagið Eining Hvolhreppi verður með bingó laugardaginn 9.nóvember kl 14:00 í Hvolnum.