Næringin skapar meistarann; næring fyrir heilbrigða framtíð. Elísa Viðarsdóttir er afrekskona í íþróttum, leikur meðal annars knattspyrnu með íslenska landsliðinu og knattspyrnufélaginu Val. Elísa mun mæta í Hvolsskóla og vera með fyrirlestur fyrir krakkana í 5. - 10. bekk fyrr um daginn en fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa kl. 17:00 í Hvolsskóla. Hún mun meðal annars fjalla um skaðsemi orkudrykkja fyrir ungmenni en einnig margt annað. Tilvalið að mæta í Hvolsskóla, hlusta á Elísu og taka svo spjallið við börnin sín.