Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 23. janúar 2019

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar 2019, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting

Umhverfisskýrsla

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar 2019, tillögu að deiliskipulagi fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag

Greinargerð

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi