Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hvolstún, Hvolsvelli. Breytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10, færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út.
Steinmóðarbær – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 hektara úr landi Steinmóðarbæjar ln. 191987. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúr sem geta verið sambyggð eða í sitt hvoru lagi. Stærð getur verið allt að 350m². Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu allt að 20 smáhýsa sem hvert um sig getur verið allt að 60m².
Ofangreindar skipulagstillögur, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 10. júlí 2015. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 21. ágúst 2015. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi