- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Nóvember 2022
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Skíðbakki – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með hámarksmænishæð 8,0m, 50 m2 gestahús með hámarksmænishæð 5,0m og allt að 300 m2 skemmu með hámarksmænishæð 8,0m.
Rimakot – Deiliskipulagstillaga og greinargerð
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki á lóðinni Rimakot L163918 í Austur Landeyjum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi spennistöð og er heildarbyggingarmagn lóðarinnar allt að 600 m2. Hæð bygginga er allt að 8,0m m.v. gólfkóta.
Skeggjastaðir land 10 – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á spildunni Skeggjastaðir land 10 L194252. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 200m2 að stærð, skemmu allt að 200 m2 að stærð og hesthúsi allt að 200 m2 að stærð.
Skeggjastaðir land 18 – Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Skeggjastaðir land 18 L199781. Gert er ráð fyrir að núverandi frístundahúsi, sem er ca 60 m2 að stærð, verði breytt í íbúðarhús. Á lóðinni er auk þess 21 m2 geymsluskúr. Gert ráð fyrir mögulegri stækkun á núverandi húsum, um allt að 60 m2. Heildarstærð lóðarinnar er 1803 m2.
Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30. nóvember nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 11. janúar nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi