Samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga.

 

Stóra- Mörk, breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti tillögu aðalskipulagsbreytingar þann 8. febrúar 2024,

sem tekur til breytinga á landnotkun við Stóru-Mörk 3, L163810 og Stóru-Mörk 3b, L224421. Landbúnaðarland fer undir 3,4 ha verslun- og þjónustusvæði (VÞ32) og um 25,1 ha svæði undir afþreyingar- og ferðamananstaði (AF12) ásamt 25,1 ha svæði undir skógræktar- og landgræðslusvæði (SL15). Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

 

Dílaflöt, breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti tillögu aðalskipulagsbreytingar þann 11. janúar 2024,

sem tekur til breytinga á landnotkun við Dílaflöt, L234644. Um 25 ha landbúnaðarland fer undir verslun- og þjónustusvæði (VÞ31). Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

 

Strengur frá Rimakoti til Vestmannaeyja, breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti tillögu aðalskipulagsbreytingar þann 21. mars 2024 sem gerir ráð fyrir jarðstrengjum frá Rimakoti, eða Vestmannaeyjarlínu 4 og Vestmannaeyjarlínu 5. Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.

 

Eystra-Seljaland F7, breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti tillögu aðalskipulagsbreytingar þann 12. október 2023,

sem tekur til breytinga á landnotkun við Eystra-Seljaland F7, L231719. 20,3 ha landbúnaðarland verður að verslunar- og þjónusutsvæði (VÞ30).

 

 

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra