Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum í Rangárþingi eystra.

Húsadalur – Deiliskipulag 
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. 

Langidalur / Slyppugil – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.

Básar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. 
 
Ofangreindar skipulagstillögur ásamt umhverfisskýrslum, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, frá 5. mars 2015. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 16. apríl 2015. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa. 

F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi