- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fyrirlestrinum „Blómagarðurinn, garður áhugmannsins“ í Hvolsskóla, Hvolsvelli, 3. apríl kl. 20:00 til 21:30 í tengslum við Leyndardóma Suðurlands.
Kristleifur Guðbjörnsson flytur leyndardómsfullt erindi um rósir, lauka, liljur, dalíur og ýmsar fjölærar plöntur, allt tegundir sem dafna vel á Íslandi.
Kristleifur og kona hans Margrét Ólafsdóttir eiga margverðlaunaðan garð í Mosfellsbæ.Garðurinn er með óvenju fjölbreyttu úrvali af gróðri. Ber þar að nefna um 200 rósir og ótrúlegt safn af laukum, liljum, dalíum og ýmsumfjölærum plöntum. Kristleifur ætlar að leiða okkur inn í sinn ævintýraheim litskrúðugra plantna í máli og myndum. Aðgangseyrir er 500 kr.