- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Keppendur lásu fyrst skáldsögu eftir Gunnar M Magnússon: Bærinn á ströndinni. Í næstu umferð lásu keppendur ljóð eftir Huldu. Síðan voru bornar fram veitingar frá Grunnskólanum á Hellu. Þegar búið var að fá sér gott í gogginn þá var haldið áfram með næstu umferð, þáttakendur lásu ljóð að eigin vali.
Á meðan dómarar voru að ráða ráðum sínum voru mörg skemmtileg tónlistaratriði. Þegar dómara voru búnir að ráða ráðum sínum komu þeir og tilkynntu 1., 2. og 3. sæti.
Fyrsta sæti hlaut: Sigurður Smári Davíðsson, hann keppti fyrir hönd Laugalandsskóla.
Annað sæti hlaut: Ómar Högni Guðmarsson, hann keppti fyrir hönd Laugalandsskóla.
Þriðja sæti hlaut: Daníel Anton Benediktsson, hann keppti fyrir hönd Hvolsskóla.
Eyþór Máni Steinarsson, Grunnskólanum á Hellu, fékk aukaverðlaun fyrir túlkun.
Sóldögg Rán sem keppti einnig fyrir Hvolsskóla stóð sig einnig mjög vel ásamt varamönnunum Olgu og Rúnari Helga sem fylltu keppnislið Hvolsskóla.
Dómarar voru Jósefína Friðriksdóttir formaður, Jón Özur Snorrason, Sigrún Guðmundsdóttir og Þorvaldur H. Gunnarsson.
Blaðamennirnir Birta Þöll og Lilja nemendur Hvolsskóla rituðu greinina.