- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Á saumakvöldi, þriðjudaginn 5. nóv., var dregið í happadrætti maraþonhelgarinnar. Allir þeir sem saumuðu spor í refilinn á safnahelginni settu nafnið sitt í pott og voru 66 nöfn í pottinum þegar dregið var. Ísólfur Gylfi, sveitarstjóri, kom og dró vinningshafa en alls voru gefnir 3 handavinnupakkar í verðlaun.
Eftirfarandi saumakappar unnu:
Lilja Sigurðardóttir
Hvolsvegi 18
Hvolsvelli
Wim Vandenweghe
(frá Belgíu)
Miðhjáleigu
Landeyjum
Stefán Ragnarsson
Öldubakka 35a
Hvolsvelli
Lilja kom og tók við sínum verðlaunum en Ísólfur Gylfi tók við pakkanum fyrir hönd Wim og Árný Lára fyrir hönd sambýlismanns síns.
Þær Njálurefilskonur þakka kærlega fyrir helgina og færa þeim sem tóku þátt í að sauma sérstakar þakkir fyrir að gera maraþonið að ógleymanlegum viðburði.