Umsóknin var unnin undir forystu
Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands með dyggum
stuðningi sveitarfélaganna þriggja, Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands
og fleiri aðila.
Í lok mars var síðan haldinn fundur í evrópsku
samtökunum European Geoparks Network en þar var meðal annars fjallað um
aðildarumsókn Katla Geopark Project að samtökunum.
Ákveðið var
að tveir sérfræðingar samtakanna (frá Grikklandi og Ítalíu) heimsæki
svæðið á komandi sumri til að taka út svæðið og starfsemina. Skoðaðir
verða ákveðnir þættir, s.s. skipulag og stjórnun verkefnisins,
ferðaþjónusta, fræðslustarfsemi, sjálfbærni og þátttaka samfélagsins í
verkefninu.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir svæðið og heldur
þeim möguleika opnum að Katla jarðvangur geti orðið fullgildur meðlimur
samtakanna síðar á árinu.