Samtökin voru stofnuð árið 2006 og eru meðlimir þeirra um 50 víðs vegar af landinu.  Samtökunum er ætlað að vera samvinnu- og samráðsvettvangur þeirra er stunda sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi, auk þess er markmiðið að auka samvinnu í kynningarmálum, gæðamálum og stuðla að aukinni fagmennsku í greininni.

Félagafundirnir eru haldnir árlega til að efla og viðhalda innra starfi samtakanna. Samhliða fundunum er efnt til opins málþings, þar sem gestgjöfum gefst kostur á að kynna sitt svæði fyrir félögum og heimamönnum.



"... ENGI HORNKERLING VIL EG VERA"
Málþing SSF á Hótel Hvolsvelli. Ókeypis aðgangur.
Föstudaginn 14. janúar kl. 16.00-18.00

Kl. 16.00   „Fornleifar og ferðaþjónusta“ - Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands
Kl. 16.20   „Sögusetur, Njáluslóð og Njálsbrenna“ - Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli
Kl. 16.40   Kaffihlé
Kl. 17.00   „Þættir úr sögu Rangárþings“ - Lárus Ágúst Bragason, sagnfræðingur
Kl. 17.20   „Vatnsdælasöguminjar á kortið“ - Pétur Jónsson, verkefnastjóri
Kl. 17.40   „Sögukort, tilurð og tilgangur“ - Rögnvaldur Guðmundsson
Kl. 18.00   Málþingslok

Fundarstjóri er Ísólfur Gylfi Pálmason
Málþingið er öllum opið. Verið velkomin

Undirritun samnings - Sögusetrið Hvolsvelli
Laugardagur kl. 13.00
Undirritun samnings um eflingu söguferðaþjónustu á milli iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, og Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu.
Gunnar og Kolskeggur mæta að þessu tilefni og syngja fyrir gesti.


www.soguslodir.is | www.njala.is | www.hvolsvollur.is