Aðalheiður K. Steinadóttir, deildarstjóri í Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu segir frá starfseminni og þeirri þjónustu sem stendur eldri borgurum til boða.

Við vígjum og kynnum vefsíðu fyrir félagið.

Heilsueflandi samfélag: Hvað er það? Er það eitthvað fyrir okkur? Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi í Rangárþingi ytra og Ólafur Örn Oddsson, yfirmaður íþrótta- og æskulýðsmála í Rangárþingi eystra.

Átak í fjölgun félagsmanna kynnt. Hvernig getur þú hjálpað?

Skoðanakönnun: Hvað getur þú hugsað þér af nýungum í félagsstarfinu?

Skemmtilegt og óvenjulegt happdrætti: 5 góðir vinningar og happdrættismiðarnir kosta ekkert!

Svo verða auðvitað almennar umræður þar sem stjórnin situr fyrir svörum.

Við höfum sóttvarnir í hávegum: Við tryggjum lögbundið bil milli fundarmanna, allir spritta hendur við komuna og grímur verða í boði fyrir þá sem það vilja.

Stjórnin