- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Í janúar 2024 tók til starfa í Rangárþingi eystra Fjölmeninningarráð. Ráðið er skipað fimm einstaklingum. Auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum í þrjú sæti nefndarinnar, einnig var Sláturfélagi Suðurlands boðið að tilnefna einn fulltrúa sem og ferðaþjónustunni í Rangárþingi eystra.
Það má með sanni segja að viðtökunar við auglýsingunni um þátttakendur hafi farið fram úr björtustu vonum. Eftir stendur ráð skipað einstaklingum með mismunandi bakgrunn og mismunandi reynslu úr hinum ólíkustu áttum.
Tilkoma ráðsins má rekja til þátttöku Rangárþings eystra í verkefni á vegum SASS sem nefnist ,,Aðgerðaráætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins". Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2018 þegar styrkur hlaust fyrir verkefnið úr Sóknaráætun.
Framkvæmd var ítarleg greining á aðlögun erlendra íbúa og skýrsla þess efnis gefin út árið 2021.
Með tilkomu Fjölmenningarráðs eru ýmis verkefni sem munu líta dagsins ljós. Lokið hefur verið við gerð enskrar útgáfu af heimasíður sveitarfélagsins hvolsvollur.is. Stefnt verður að því að bjóða alla nýja íbúa velkomna með upplýsingabæklingi og nú á vormánuðum stendur Fjölmenningarráð fyrir íslenskunámskeiði fyrir erlenda íbúa sveitarfélagsins þeim að kostnaðarlausu.
Það má með sanni segja að ráðið hafi hafið störf af miklum krafti en það er einlæg ósk ráðsins að íbúar sveitarfélagsins láti í sér heyra vilji það koma einhverju á framfæri er varðar málefni erlendra íbúa.
Ráðið skipa þau:
Georgina Anne Christie
Jana Flieglova
Marlena Nogal
Roksana Golojuch
Ioan Sabadas